Fyrstu laxarnir úr Soginu og Straumfirði

Frosti Bergsson með stórlax við Nýju brú í Straumfjarðará. Fiskur …
Frosti Bergsson með stórlax við Nýju brú í Straumfjarðará. Fiskur er að ganga en þeir hafa landað fjórum og misst annað eins. Ljósmyndi/Valli

Fyrsti laxinn úr Soginu kom á silungapúpu númer sextán, klassískan blóðorm. Það var Ásgeir Ebenesar sem setti í hann á Torfastöðum og er þetta annað árið í röð sem karlinn landar fyrsta laxinum í Soginu. Þetta var innan um bleikjur sem voru að taka púpur og veiddi Ásgeir vel í gær.

Straumfjarðará var opnuð í fyrradag og voru veiðimenn þar búnir að setja í átta laxa í gærkvöldi þegar veiðum lauk. Fjórir komu á land og voru það tveggja ára fiskar að sögn Frosta Bergssonar sem er við veiðar í opnun. Hann fékk áttatíu sentímetra hrygnu við Nýju brú og var afar sáttur við stöðuna. „Það stendur vel á flóði í fyrramálið (í dag) og þá vonandi koma inn fleiri fiskar og við höfum séð töluverða umferð í ánni. En þeir eru ókyrrir svona nýmættir í ána,“ sagði Frosti í samtali við Sporðaköst.

Fyrsti laxinn úr Soginu. Ásgeir Ebenesar veiddi hann á blóðorm …
Fyrsti laxinn úr Soginu. Ásgeir Ebenesar veiddi hann á blóðorm númer sextán innan um bleikjurnar á Torfastöðum í gær. Ljósmynd/ÁE

Hrútafjarðará var opnuð í vikunni. Einn af þeim sem voru að veiða var Nils Folmer Jörgensen og setti hann í og landaði fyrsta laxinum í Hrútu í sumar. „Það var búið að sjá laxa í Bálki og víðar en það var ekki mikið af fiski og hann týnist auðveldlega í svona langri á,“ sagði Nils í samtali við Sporðaköst í gærkvöldi.

Nils með fyrsta laxinn úr Hrútafjarðará. Hann veiddist í Háeyrarhyl …
Nils með fyrsta laxinn úr Hrútafjarðará. Hann veiddist í Háeyrarhyl á Autumn Hooker og það er gaman að því að Nils hannaði þá flugu sjálfur. Þessi var 74 sentímetrar. Ljósmynd/Strengir

Veiðar eru hafnar í Andakílsá en litlar fréttir hafa borist þaðan. Andakílsá er ein af þessum ám sem margir horfa til eftir að veiðin í fyrra var sú besta á Íslandi. Ein tilraunastöng skilaði ótrúlegri veiði og miðað við veiði per stöng var hún hærri en Eystri-Rangá, þó að þar hafi verið mjög góð veiði í fyrra.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert