Fyrstu laxarnir úr Soginu og Straumfirði

Frosti Bergsson með stórlax við Nýju brú í Straumfjarðará. Fiskur …
Frosti Bergsson með stórlax við Nýju brú í Straumfjarðará. Fiskur er að ganga en þeir hafa landað fjórum og misst annað eins. Ljósmyndi/Valli

Fyrsti laxinn úr Soginu kom á silungapúpu númer sextán, klassískan blóðorm. Það var Ásgeir Ebenesar sem setti í hann á Torfastöðum og er þetta annað árið í röð sem karlinn landar fyrsta laxinum í Soginu. Þetta var innan um bleikjur sem voru að taka púpur og veiddi Ásgeir vel í gær.

Straumfjarðará var opnuð í fyrradag og voru veiðimenn þar búnir að setja í átta laxa í gærkvöldi þegar veiðum lauk. Fjórir komu á land og voru það tveggja ára fiskar að sögn Frosta Bergssonar sem er við veiðar í opnun. Hann fékk áttatíu sentímetra hrygnu við Nýju brú og var afar sáttur við stöðuna. „Það stendur vel á flóði í fyrramálið (í dag) og þá vonandi koma inn fleiri fiskar og við höfum séð töluverða umferð í ánni. En þeir eru ókyrrir svona nýmættir í ána,“ sagði Frosti í samtali við Sporðaköst.

Fyrsti laxinn úr Soginu. Ásgeir Ebenesar veiddi hann á blóðorm …
Fyrsti laxinn úr Soginu. Ásgeir Ebenesar veiddi hann á blóðorm númer sextán innan um bleikjurnar á Torfastöðum í gær. Ljósmynd/ÁE

Hrútafjarðará var opnuð í vikunni. Einn af þeim sem voru að veiða var Nils Folmer Jörgensen og setti hann í og landaði fyrsta laxinum í Hrútu í sumar. „Það var búið að sjá laxa í Bálki og víðar en það var ekki mikið af fiski og hann týnist auðveldlega í svona langri á,“ sagði Nils í samtali við Sporðaköst í gærkvöldi.

Nils með fyrsta laxinn úr Hrútafjarðará. Hann veiddist í Háeyrarhyl …
Nils með fyrsta laxinn úr Hrútafjarðará. Hann veiddist í Háeyrarhyl á Autumn Hooker og það er gaman að því að Nils hannaði þá flugu sjálfur. Þessi var 74 sentímetrar. Ljósmynd/Strengir

Veiðar eru hafnar í Andakílsá en litlar fréttir hafa borist þaðan. Andakílsá er ein af þessum ám sem margir horfa til eftir að veiðin í fyrra var sú besta á Íslandi. Ein tilraunastöng skilaði ótrúlegri veiði og miðað við veiði per stöng var hún hærri en Eystri-Rangá, þó að þar hafi verið mjög góð veiði í fyrra.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
103 cm Selá í Vopnafirði Erlendur veiðimaður 14. júlí 14.7.
102 cm Laxá í Aðaldal Páll Ágúst Ólafsson 13. júlí 13.7.
104 cm Laxá í Aðaldal Aðalsteinn Jóhannsson 8. júlí 8.7.
100 cm Hólsá, Eystri-bakki Ben Sangster 6. júlí 6.7.
100 cm Blanda Neil Boyd 6. júlí 6.7.
100 cm Hólsá, Eystri-bakki Gijs K. Sipestein 6. júlí 6.7.
102 cm Jökla Nils Folmer Jörgensen 4. júlí 4.7.

Skoða meira