Fyrstu laxarnir úr Hofsá

Veiði er hafin í Hofsá í Vopnafirði. Þessi 88 sentimetra …
Veiði er hafin í Hofsá í Vopnafirði. Þessi 88 sentimetra lax veiddist í morgun ásamt einum smálaxi. Ljósmynd/IH

Menn renndu blint í sjóinn með opnun Hofsár í Vopnafirði þegar veiði hófst þar í morgun. Vitað er að lax hefur sést í Selá, en Hofsá var spurningarmerki. Tveir laxar veiddust á morgunvaktinni, 88 sentimetra hængur og einn smálax. Góðar aðstæður eru fyrir austan, sól og hiti og gott vatn í Hofsá.

Hafralónsá opnaði einnig í vikunni og þar var kominn lax á land og sama má segja um Tungufljót í nágrenni Flúða. Veiði hófst þar í morgun og greindi Árni Baldursson leigutaki frá því á Facebook að fyrri vaktin hefði þegar gefið tvo laxa.

Laxar hafa sést í Stóru-Laxá upp á svæði fjögur og ríkir því eftirvænting með að opna hana. 

Uppfært:

Tveir laxar veiddust seinnipartinn, þannig að Hofsá gaf fjóra laxa fyrsta veiðidaginn.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert