Fyrsta hundraðkalli sumarsins landað

Laxinn mældist 101 sentímeter og veiðimaður er Stefán Gíslason. Laxinn …
Laxinn mældist 101 sentímeter og veiðimaður er Stefán Gíslason. Laxinn tók í Miðfosspolli. Ljósmyndari/ÖS

Fyrsti hundraðkall sumarsins veiddist rétt fyrir hádegi í Laxá í Aðaldal. Fiskurinn mældist 101 sentímetri og tók hann rauða kvarttommu Frances með kón. Það var Stefán Gíslason sem setti í og landaði þessum fiski með aðstoð föður síns, Gísla Ólafssonar.

„Þetta var frábær endir á þessum veiðitúr. Það var lítið búið að vera að gerast hjá okkur en þessi tók á síðasta klukkutímanum og var frábær endir. Þetta er stærsti lax sem ég hef veitt og sá fyrsti sem nær hundrað sentímetrum. Hann tók náttúrlega rosalega roku og var kominn langt niður á undirlínu en þetta slapp fyrir horn,“ sagði Stefán Gíslason, nýjasti meðlimurinn í tuttugu punda klúbbnum í Laxá í Aðaldal.

Laxinn fór langt niður á Hyl í lengstu rokunni, en …
Laxinn fór langt niður á Hyl í lengstu rokunni, en þetta slapp fyrir horn sagði Stefán. Með honum er pabbi hans Gísli Ólafsson. Ljósmynd/ÖS

Fiskurinn veiddist fyrir neðan fossa, nánar tiltekið í Miðfosspolli. „Ég var búinn að reyna nokkrar flugur þarna en um leið og Frances kom út í kom hann upp og tók hana. Var alveg magnað.“

Leiðsögumaður þeirra feðga var Örn Sigurðsson.

Laxá í Aðaldal er án efa sú á hér á landi sem gefur flesta laxa sem ná hundrað sentímetra markinu. Áhugavert verður að sjá hversu margir þeir verða í sumar.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
100 cm Stóra - Laxá Vigfús Björnsson 30. september 30.9.
102 cm Laxá í Aðaldal Aðalsteinn Jóhannsson 19. september 19.9.
103 cm Víðidalsá Rob Williams 17. september 17.9.
101 cm Stóra - Laxá Jim Ray 16. september 16.9.
102 cm Víðidalsá Svanur Gíslason 15. september 15.9.
101 cm Miðfjarðará Stebbi Lísu 14. september 14.9.
101 cm Víðidalsá Rögnvaldur Guðmundsson 12. september 12.9.

Skoða meira