Glæsilegur hængur af stærri gerðinni veiddist í Elliðaánum í morgun. Hann mældist 93 sentímetrar. Eftir því var tekið í fyrra að nokkur fjölgun var á stórlaxi í borgarperlunni. Þessi verklegi hængur er vonandi staðfesting á áframhaldandi stórlaxagengd í árnar.
Það var Birkir Mar Harðarson sem setti í þennan flotta fisk í Stórafossi. Fiskurinn tók Frances kón og var þetta alvöru viðureign sem lauk ekki fyrr en fyrir neðan göngubrúna. Eltu þeir félagar, Birkir Mar og Sindri Hlíðar Jónsson, fiskinn um 250 metra, áður en tókst að landa honum. Þegar Birkir lyfti fiskinum fyrir myndatöku missti hann út úr sér: „Hvaða rugl er þetta? Við erum í Elliðaánum sko.“
Þetta er stærsti laxinn úr Elliðaánum í sumar og gæti hæglega orðið sá stærsti í allt sumar, en sjálfsagt vonast margir eftir því að fá enn stærri lax í Elliðaánum.
Lengd á laxi | Veiðisvæði | Veiðimaður | Dagsetning Dags. |
---|---|---|---|
101 cm | Lagarfljót | Jóhannes Sturlaugsson | 2. október 2.10. |
100 cm | Stóra - Laxá | Vigfús Björnsson | 30. september 30.9. |
102 cm | Laxá í Aðaldal | Aðalsteinn Jóhannsson | 19. september 19.9. |
103 cm | Víðidalsá | Rob Williams | 17. september 17.9. |
101 cm | Stóra - Laxá | Jim Ray | 16. september 16.9. |
102 cm | Víðidalsá | Svanur Gíslason | 15. september 15.9. |
101 cm | Miðfjarðará | Stebbi Lísu | 14. september 14.9. |