Sá allra stærsti úr Eystri-Rangá í sumar

Maros Zatko með höfðingjann af Hofsvaði. Mældist 101 sentímeter.
Maros Zatko með höfðingjann af Hofsvaði. Mældist 101 sentímeter. Ljósmynd/Kolskeggur

Fyrsti laxinn sem mælist yfir hundrað sentímetrar veiddist í Eystri-Rangá í gær. Laxinn tók í veiðistaðnum Hofsvaði og lét heldur betur finna fyrir sér, að því er kemur fram á facebooksíðu Kolskeggs ehf. sem rekur Eystri-Rangá.

Laxinn mældist 101 sentímetri og var það veiðimaður að nafni Maros Zatko sem setti í þennan hundraðkall. Þetta er þar með annar hundraðkallinn sem veiddist í gær, en jafn langur fiskur veiddist í Laxá í Aðaldal eins og við greindum frá í gær.

Maros er búinn að vera að hnýta sínar eigin flugur síðan hann var ellefu ára. Þessi stórlax tók nafnlausa svarta og appelsínugula buck tail flugu sem hann hnýtti og hannaði sjálfur. 

Skráning fyrir allra stærstu laxana, hina svokölluðu hundraðkalla, hefur verið uppfærð á síðu Sporðakasta. 45 slíkir fiskar veiddust í fyrra, eftir því sem Sporðaköst hafa upplýsingar um. Hægt er að nálgast allan listann undir flipanum Hundraðkallar 2021.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
100 cm Fossá Guðbjörn Gunnarsson 1. október 1.10.
101 cm Víðidalsá Nils Folmer Jörgensen 26. september 26.9.
104 cm Laxá í Dölum Sigurður Smárason 25. september 25.9.
100 cm Miðfjarðará Róbert G. Grímsson 24. september 24.9.
104 cm Stóra Laxá Rúnar Gauti Guðjónsson 23. september 23.9.
102 cm Víðidalsá/Fitjá Nils Folmer Jörgensen 19. september 19.9.
100 cm Eystri-Rangá Hannes Gústafsson 14. september 14.9.

Skoða meira