Spennandi opnunardagur í Stóru 1 og 2

Maríulax. Ástbjört Viðja Harðardóttir hæst ánægð með maríulaxinn í opnun …
Maríulax. Ástbjört Viðja Harðardóttir hæst ánægð með maríulaxinn í opnun í Stóru í gær. Ljósmynd/Hörður

Veiði byrjar á góðum nótum í Stóru–Laxá í Hreppum. Fyrst var svæði fjögur opnað og endaði opnunarhollið í átján fiskum sem er mun betra en í fyrra. Svæði 1 og 2 opnaði í dag og var ellefu fiskum landað fyrir hádegi. Seinni vaktin var rólegri en lokatalan fyrir opnunardaginn endaði í fimmtán löxum.

Skemmtileg veiðimynd. Laxinn ekki alveg farinn eftir sleppingu en veiðimaðurinn …
Skemmtileg veiðimynd. Laxinn ekki alveg farinn eftir sleppingu en veiðimaðurinn telur þessu lokið. Ljósmynd/SMG

Veiðimenn sem Sporðaköst ræddu við í kvöld voru sammála um að töluvert magn væri af laxi á svæðinu fyrir ofan Laxárholt. Þá eru ánægjulegar fréttir að Kálfhagahylur er aftur kominn inn og fengust laxar þar í dag. Svona skiptist veiðin fyrsta daginn. Stuðlastrengir gáfu sjö laxa. Bergsnös gaf þrjá, Kálfhagahylur sömuleiðis. Brúarbreiða og Stekkjarnef einn.

Sigurður Marcus Guðmundsson með flottan fisk sem veiddist í gær.
Sigurður Marcus Guðmundsson með flottan fisk sem veiddist í gær. Ljósmynd/FMS

Árni Baldursson leigutaki sagði í samtali við Sporðaköst í kvöld að það væri honum sérstakt ánægjuefni að Kálfhagahylur væri aftur dottinn inn og mölin úr honum hefði hreinsast burt. „Já, ég sé að þetta er töluvert betri opnun en í fyrra og gaman að því,“ sagði Árni. Rétt áður en við kvöddum hann sagði hann. „Það er ganga.“

Friðjón Mar Sveinbjörnsson, eigandi Veiðiflugna á Langholtsvegi tekst á við …
Friðjón Mar Sveinbjörnsson, eigandi Veiðiflugna á Langholtsvegi tekst á við einn fullorðinn. Friðjón hafði betur. Ljósmynd/SMG

Stórlaxinn var í aðalhlutverki eins og oft er á þessum tíma árs. Þrír laxanna voru smálaxar en allir hinir voru áttatíu plús.

Stutt er síðan að net fóru niður í Ölfusá og Hvítá sem er gönguleið laxins upp í Stóru–Laxá. Nú hafa hins vegar nokkrar netalagnir verið keyptar upp á svæðinu af og ljóst að fleiri fiskar munu finna leið á uppeldisstöðvar í sumar, en áður.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
103 cm Selá í Vopnafirði Erlendur veiðimaður 14. júlí 14.7.
102 cm Laxá í Aðaldal Páll Ágúst Ólafsson 13. júlí 13.7.
104 cm Laxá í Aðaldal Aðalsteinn Jóhannsson 8. júlí 8.7.
100 cm Hólsá, Eystri-bakki Ben Sangster 6. júlí 6.7.
100 cm Blanda Neil Boyd 6. júlí 6.7.
100 cm Hólsá, Eystri-bakki Gijs K. Sipestein 6. júlí 6.7.
102 cm Jökla Nils Folmer Jörgensen 4. júlí 4.7.

Skoða meira