Ratcliffe með hundraðkall úr Selá

Jim Ratcliffe með stórlaxinn. Jim er úfinn eftir viðureignina sem …
Jim Ratcliffe með stórlaxinn. Jim er úfinn eftir viðureignina sem tók góðan hálftíma. Jim er hávaxinn og afar handstór. Laxinn mældist 100 sentímetrar. Ljósmynd/GÁ

Jim Ratcliffe, auðkýfingur og einn stærsti jarðareigandi í Vopnafirði, landaði hundrað sentímetra löngum laxi í Selá, fyrr í vikunni. Þetta er stærsti laxinn sem veiðst hefur í Selá í sumar og óhætt að segja að þarna hafi mæst tveir stórlaxar.

Fiskurinn tók hjá Ratcliffe í Fosshyl og stóð baráttan í góðan hálftíma, þar sem nokkuð var erfitt um vik við löndun. Honum til aðstoðar var Gísli Ásgeirsson. Flugan sem gaf þennan glæsilega lax var skáskorinn Skuggi.

Laxinn fær frelsi á nýjan leik og heldur á vit …
Laxinn fær frelsi á nýjan leik og heldur á vit félaga sinna í Fosshyl eftir myndatöku með öðrum stórlaxi. Ljósmynd/GÁ

Ratcliffe og fjölskylda hafa verið að veiðum í Selá síðustu daga og eru sextán laxar komnir á land frá opnun. Athygli vekur að af þessum sextán hafa fjórtán tekið skáskorinn Skugga. Fosshylur hefur gefið helming af þessum fiskum.

Hofsá hefur gefið 46 laxa frá opnun en þar hefur ástundun verið mun meiri.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Laxá í Aðaldal Aðalsteinn Jóhannsson 19. september 19.9.
103 cm Víðidalsá Rob Williams 17. september 17.9.
101 cm Stóra - Laxá Jim Ray 16. september 16.9.
102 cm Víðidalsá Svanur Gíslason 15. september 15.9.
101 cm Miðfjarðará Stebbi Lísu 14. september 14.9.
101 cm Víðidalsá Rögnvaldur Guðmundsson 12. september 12.9.
103 cm Ytri - Rangá Adrian Stauss 8. september 8.9.

Skoða meira