„Kallinn étur það sem hann veiðir“

Charles gefur einkunn með puttunum. Hann var að borða hnúðlaxinn …
Charles gefur einkunn með puttunum. Hann var að borða hnúðlaxinn sem hann veiddi í Bíldsfelli og gaf honum einkunina 8,5, eftir umhugsun. Ljósmynd/RMS

Charles Pearson, Bretinn sem veiddi hnúðlaxinn í Bíldsfelli í gær, borðaði fiskinn í kvöldmáltíð eftir að veiðidegi lauk. „Já, hann étur það sem hann veiðir. Það er bara svoleiðis,“ sagði Reynir Sigmundsson leiðsögumaður í morgun þegar Sporðaköst náðu sambandi við þá félaga.

Komnir á grillið, smálax út Eystri-Rangá til vinstri og hnúðlax …
Komnir á grillið, smálax út Eystri-Rangá til vinstri og hnúðlax til hægri. Bara mikið af sítrónupipar og mál er dautt, sagði Reynir leiðsögumaður. Ljósmynd/RMS

Reynir flakaði hnúðlaxinn og sáldraði miklu magni af sítrónupipar á flakið. Auðvitað voru kartöflur og köld piparsósa með. Einnig var boðið upp á flak af smálaxi úr Eystri-Rangá og lambakjöt. Hnúðlaxinn féll vel í kramið og Charles sagði í samtali við Sporðaköst að ef atlantshafslaxinn væri upp á tíu væri hnúðlaxinn upp á átta. Eftir smá umhugsun bætti hann við. „Nei ég myndi segja 8,5.“

Charles Pearson með hnúðlaxinn úr Bíldsfelli í morgun. Gleðin er …
Charles Pearson með hnúðlaxinn úr Bíldsfelli í morgun. Gleðin er lágstemd en það hýrnaði yfir honum nokkru síðar þegar hann setti í og landaði smálaxi. Ljósmynd/RMS

Reynir leiðsögumaður, sem sá um að flaka og elda, sagðist hafa smakkað hnúðlaxinn og hann hefði verið bara fínn. Daufara bragð en af okkar laxi en „örugglega gott fyrir krakkana“, hló Reynir.

Charles smakkar hnúðlax fyrsta sinni. Hann kunni vel að meta.
Charles smakkar hnúðlax fyrsta sinni. Hann kunni vel að meta. Ljósmynd/RMS

Eins og áður segir veiddist laxinn við Neðri-Garð í Soginu í dag. Tveir aðrir hnúðlaxar veiddust í gær, í Norðurá og í Eystri-Rangá. Við hvetjum veiðimenn til þess að senda okkur línu og mynd ef þeir setja í hnúðlax.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert