Þriðji hundraðkallinn úr Aðaldalnum

Páll Ágúst Ólafsson með laxinn stóra úr Grundarhorni.
Páll Ágúst Ólafsson með laxinn stóra úr Grundarhorni. Ljósmynd/Laxá í Aðaldal

Þriðji veiðimaðurinn þetta sumarið var skráður í 20 punda klúbbinn í Laxá í Aðaldal í morgun. Það var Páll Ágúst Ólafsson sem landaði glæsilegum 102 sentímetra fiski í Grundarhorni. Laxinn tók Frances kón.

Tekist á við stórlaxinn í Grundarhorni.
Tekist á við stórlaxinn í Grundarhorni. Ljósmynd/Laxá í Aðaldal

Áður höfðu veiðst 104 sentímetra lax á Mjósundi og er það stærsti lax sem sögur fara af í sumar og annar í Miðfosspolli sem mældist 101 sentímetri. Laxinn í Miðfosspolli tók Frances kón og stórlaxinn á Mjósundi tók lítinn Sunray. 

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
103 cm Selá í Vopnafirði Erlendur veiðimaður 14. júlí 14.7.
102 cm Laxá í Aðaldal Páll Ágúst Ólafsson 13. júlí 13.7.
104 cm Laxá í Aðaldal Aðalsteinn Jóhannsson 8. júlí 8.7.
100 cm Hólsá, Eystri-bakki Ben Sangster 6. júlí 6.7.
100 cm Blanda Neil Boyd 6. júlí 6.7.
100 cm Hólsá, Eystri-bakki Gijs K. Sipestein 6. júlí 6.7.
102 cm Jökla Nils Folmer Jörgensen 4. júlí 4.7.

Skoða meira