Þriðji hundraðkallinn úr Aðaldalnum

Páll Ágúst Ólafsson með laxinn stóra úr Grundarhorni.
Páll Ágúst Ólafsson með laxinn stóra úr Grundarhorni. Ljósmynd/Laxá í Aðaldal

Þriðji veiðimaðurinn þetta sumarið var skráður í 20 punda klúbbinn í Laxá í Aðaldal í morgun. Það var Páll Ágúst Ólafsson sem landaði glæsilegum 102 sentímetra fiski í Grundarhorni. Laxinn tók Frances kón.

Tekist á við stórlaxinn í Grundarhorni.
Tekist á við stórlaxinn í Grundarhorni. Ljósmynd/Laxá í Aðaldal

Áður höfðu veiðst 104 sentímetra lax á Mjósundi og er það stærsti lax sem sögur fara af í sumar og annar í Miðfosspolli sem mældist 101 sentímetri. Laxinn í Miðfosspolli tók Frances kón og stórlaxinn á Mjósundi tók lítinn Sunray. 

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert