Tvær klassískar flugur í nýrri útfærslu

Kolskeggur, sú efri og Iða, sú neðri eru hér í …
Kolskeggur, sú efri og Iða, sú neðri eru hér í alveg nýrri útfærslu. Ljósmynd/Veiðihornið

Hér má sjá tvær klassískar flugur í nýstárlegri útfærslu. Þetta eru Iða og Kolskeggur sem hafa verið hnýttar í Skullheadútgáfu. Ólafur Vigfússon velur flugu dagsins.

„Skullhead-túpurnar eru þungar og veiða vel í þungum straumi og miklu vatni. Hér eru tvær vel þekktar flugur hnýttar með „Skullhead“. Önnur er Iða sem reynist alltaf vel í björtu veðri en hin er Kolskeggur sem virkar alltaf en ekki síst þegar fer að bregða birtu á síðsumardögum,“ segir Ólafur um flugu dagsins.

Mikil þróun á sér stað í flugum og er endalaust verið að búa til nýjar útgáfur og útfærslur. Allir vilja jú vera með eitthvað sem laxinn hefur ekki séð og auka með því líkurnar á að setja í hann.

Veiðihornið er samstarfsaðili Sporðakasta.
mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
100 cm Laxá í Aðaldal Magni Jónsson 2. ágúst 2.8.
103 cm Selá í Vopnafirði Erlendur veiðimaður 14. júlí 14.7.
102 cm Laxá í Aðaldal Páll Ágúst Ólafsson 13. júlí 13.7.
104 cm Laxá í Aðaldal Aðalsteinn Jóhannsson 8. júlí 8.7.
100 cm Hólsá, Eystri-bakki Ben Sangster 6. júlí 6.7.
100 cm Hólsá, Eystri-bakki Gijs K. Sipestein 6. júlí 6.7.
100 cm Blanda Neil Boyd 6. júlí 6.7.

Skoða meira