Af metlöxum og methollum

Helga Garðarsdóttir sleppir laxi eftir viðureign í Kaðalstaðastreng í Þverá …
Helga Garðarsdóttir sleppir laxi eftir viðureign í Kaðalstaðastreng í Þverá í Borgarfirði. Samtals fékk þriggja daga holl þar 68 laxa. Ljósmynd/Jóhann G. Kristinsson

Það eru auknar laxagöngur í Borgarfirði. Þetta er samdóma álit veiðimanna og leigutaka sem Sporðaköst hafa rætt við. Hins vegar er ljóst að sá bati miðast við afar léleg tvö síðustu sumur og bjartsýnustu menn vona að laxveiðin nálgist meðalveiði.

Veiði síðustu þrjá daga í Þverá og Kjarrá var 93 laxar. „Við höfum ekki séð svona tölur síðan 2018,“ upplýsti Ingólfur Ásgeirsson, einn af leigutökum Þverár og Kjarrár, í samtali í morgun. Hann sagði að einkum Þverá stæði undir þeim væntingum sem þeir höfðu til sumarsins en ljóst að laxinn væri seinna á ferðinni en oft áður.

Stærsta vakt sumarsins kom í þessu holli þegar þrjátíu laxar veiddust á einni vakt. Meira sést af laxi í Þverá en undanfarin ár. Kjarrá er hins vegar enn frekar róleg en menn vona að það breytist með meiri fiski sem sést hefur í gljúfrunum í Þverá.

Eggert Halldórsson með stærsta laxinn úr Norðurá í sumar. 97 …
Eggert Halldórsson með stærsta laxinn úr Norðurá í sumar. 97 sentímetra hrygna. Hann slóst við hana í 45 mínútur. Hrygnan tók Frances, rauðan kón. Ljósmynd/Ingólfur Sveinsson

Við greindum frá því í gær að laxagengd hefði aukist í Norðurá og má heyra sambærilegar sögur úr Borgarfirðinum. Stærsti lax sumarsins í Norðurá veiddist í síðustu viku og var það 97 sentímetra hrygna sem Eggert Halldórsson reynslubolti landaði í Stekkjarfljóti í Stekknum. „Þetta var mikil viðureign og stóð í þrjú kortér. Hún hafði mikið pláss og fór margar ferðir yfir. En þetta hafðist á endanum og þvílíkt glæsilegur fiskur,“ sagði Eggert um hrygnuna stóru.

Ekki er algengt að svo stórar hrygnur veiðist í Norðurá. Sumarið 2018 veiddist ein sem mældist 95 sentímetrar og var það Þorsteinn Stefánsson sem landaði henni. En svo stórar hrygnur eru sjaldgæfar og er alltaf gaman að tilvist þeirra sé staðfest.

Góðar göngur eru í Kjósina að sögn Haraldar Eiríkssonar leigutaka og er veiðin í sumar meiri en var á sama tíma í fyrra. Holl sem var að ljúka veiðum þar landaði um áttatíu löxum og mörgum stórum sjóbirtingum.

Svipaða sögu er að segja af Langá, en Karl Lúðvíksson greindi frá því á visir.is að holl sem væri að klára þar hefði verið að nálgast áttatíu laxa.

Menn eru varfærnir í orðavali þegar rætt er um auknar göngur. Allir eru sammála um að þetta fer batnandi en á sama tíma krossa menn bæði fingur og fætur að þetta haldi áfram svona.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert