Fjölgar í Sunray fjölskyldunni

Shadow light heitir þessi nýja útfærsla af Sundray Shadow. Hér …
Shadow light heitir þessi nýja útfærsla af Sundray Shadow. Hér hnýtt á litlar tvíkrækjur. Ljósmynd/Veiðihornið

Enn ein ný útgáfa af Sunray Shadow er fluga dagsins. Hér hnýtt á tvíkrækju en engu að síður afar öflug. Sunray Shadow er ein öflugasta og um leið einfaldasta flottúba í laxveiði. Fyrstur til að hnýta hana var Ray Brooks og veiddi hún fyrstu laxa í ánni Laerdal í Noregi.

Svo öflug þótti flugan að höfundurinn leitaði eftir því að fá einkaleyfi, en því var hafnað. Kannski sem betur fer.

Það má í raun segja að Sunray nafnið standi fyrir heila fjölskyldu af flugum. Til eru ýmis litaafbrigði og stærðir. Jafnvel þyngdar útgáfur og skáskornar. En hér er ný útfærsla.

Ólafur Vigfússon í Veiðihorninu velur flugu dagsins og að þessu sinni er það Shadow light. Hnýtt á tvíkrækju.

Sunray Shadow hnýtt á smáar tvíkrækjur. Ekkert víst að það klikki þegar strippað er hratt,“ segir Óli um þennan nýja meðlim í Sunray fjölskyldunni

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert