Mögnuð stórlaxasería í Jöklu

Neil, með 96 sentimetra lax úr Jöklu. Þessi tók fluguna …
Neil, með 96 sentimetra lax úr Jöklu. Þessi tók fluguna Cascade. Ljósmynd/NLF

Tveir breskir veiðimenn, þeir Neil og Simon sem deildu svæði, lönduðu flottri stórlaxaseríu í Jöklu í gær. Þeir fengu samtals sjö laxa á stöngina yfir daginn. Hvor um sig landaði 96 sentimetra fiski og til að kóróna daginn lönduðu þeir 98 sentimetra hæng.

Og aftur. Nákvæmlega 96 sentimetrar og tók líka Cascade. Sumar …
Og aftur. Nákvæmlega 96 sentimetrar og tók líka Cascade. Sumar veiðisögur eru bara of magnaðar. Ljósmynd/NFJ

Þessir bresku veiðimenn fengu aðstoð frá stórlaxahvíslaranum Nils Folmer Jörgensen sem hefur einstakt lag á að ná til stærstu laxanna. Nils var leiðsögumaðurinn þeirra og sagði í samtali við Sporðaköst í gærkvöldi að hann gerði orðið lítið af því að vera í leiðsögn, en þessi dagur hefði verið einstakur og hann myndi aldrei gleyma honum. Laxarnir fengust í Húsamótum, og Stapa. Báðir 96 sentimetrar og tóku fluguna Cascade. Sá stærsti, 98, tók í Sortuhvammi og gein við flugunni Black Sheep.

Og til að kóróna daginn landaði Simon, veiðifélagi Neils, þessum …
Og til að kóróna daginn landaði Simon, veiðifélagi Neils, þessum 98 sentimetra hæng úr Sortuhvammi. Hvílíkur dagur. Ljósmynd/NFJ

Jökla er að skila góðri veiði í sumar og er smálaxinn líka mættur. Met var sett í Jöklu í fyrra þegar skráðir voru 860 laxar úr henni. Auðvitað veltur lengd sumarsins í Jöklu á hættunni á yfirfalli úr Hálslóni. Staðan þar efra er með betra móti og vonast allir eftir því að ágústveiðin verði í lagi og þá eru góðar líkur á metveiði.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
100 cm Fossá Guðbjörn Gunnarsson 1. október 1.10.
101 cm Víðidalsá Nils Folmer Jörgensen 26. september 26.9.
104 cm Laxá í Dölum Sigurður Smárason 25. september 25.9.
100 cm Miðfjarðará Róbert G. Grímsson 24. september 24.9.
104 cm Stóra Laxá Rúnar Gauti Guðjónsson 23. september 23.9.
102 cm Víðidalsá/Fitjá Nils Folmer Jörgensen 19. september 19.9.
100 cm Eystri-Rangá Hannes Gústafsson 14. september 14.9.

Skoða meira