Mögnuð stórlaxasería í Jöklu

Neil, með 96 sentimetra lax úr Jöklu. Þessi tók fluguna …
Neil, með 96 sentimetra lax úr Jöklu. Þessi tók fluguna Cascade. Ljósmynd/NLF

Tveir breskir veiðimenn, þeir Neil og Simon sem deildu svæði, lönduðu flottri stórlaxaseríu í Jöklu í gær. Þeir fengu samtals sjö laxa á stöngina yfir daginn. Hvor um sig landaði 96 sentimetra fiski og til að kóróna daginn lönduðu þeir 98 sentimetra hæng.

Og aftur. Nákvæmlega 96 sentimetrar og tók líka Cascade. Sumar …
Og aftur. Nákvæmlega 96 sentimetrar og tók líka Cascade. Sumar veiðisögur eru bara of magnaðar. Ljósmynd/NFJ

Þessir bresku veiðimenn fengu aðstoð frá stórlaxahvíslaranum Nils Folmer Jörgensen sem hefur einstakt lag á að ná til stærstu laxanna. Nils var leiðsögumaðurinn þeirra og sagði í samtali við Sporðaköst í gærkvöldi að hann gerði orðið lítið af því að vera í leiðsögn, en þessi dagur hefði verið einstakur og hann myndi aldrei gleyma honum. Laxarnir fengust í Húsamótum, og Stapa. Báðir 96 sentimetrar og tóku fluguna Cascade. Sá stærsti, 98, tók í Sortuhvammi og gein við flugunni Black Sheep.

Og til að kóróna daginn landaði Simon, veiðifélagi Neils, þessum …
Og til að kóróna daginn landaði Simon, veiðifélagi Neils, þessum 98 sentimetra hæng úr Sortuhvammi. Hvílíkur dagur. Ljósmynd/NFJ

Jökla er að skila góðri veiði í sumar og er smálaxinn líka mættur. Met var sett í Jöklu í fyrra þegar skráðir voru 860 laxar úr henni. Auðvitað veltur lengd sumarsins í Jöklu á hættunni á yfirfalli úr Hálslóni. Staðan þar efra er með betra móti og vonast allir eftir því að ágústveiðin verði í lagi og þá eru góðar líkur á metveiði.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert