Hnúðlax veiðst í þrettán ám í sumar

Þessi hnúðlax veiddist í Eystri-Rangá. Fyrr í mánuðinum. Þetta er …
Þessi hnúðlax veiddist í Eystri-Rangá. Fyrr í mánuðinum. Þetta er hængur sem skartar kryppu. Einnig eru doppur á sporði. Ljósmynd/Aðsend

Hnúðlax hefur veiðst í þrettán ám á Íslandi, sem Sporðaköstum er kunnugt um. Fjórir eru staðfestir í Soginu, þrír í Hofsá í Vopnafirði. Þá hafa veiðst hnúðlaxar í Vatnsdalsá, Laxá í Kjós, Eystri-Rangá, Hvítá í Borgarfirði, Vatnasvæði Lýsu, tveir í Hrútafjarðará og einn veiddist á stöng í Pollinum við Akureyri.

Einnig er staðfest veiði á hnúðlaxi í Norðurá í Borgarfirði og einn slíkur veiddist í Selá í Vopnafirði í gær. Staðfest er að hnúðlax veiddist í Sandá í Þistilfirði og sömuleiðis er einn bókaður í rafrænu veiðibókina fyrir Húseyjarkvísl. Þetta er sú veiði sem staðfest er, en afar líklegt er að þeir séu fleiri og víðar. Sporðaköst hvetja menn til að hafa samband ef þeir veiða slíkan fisk og senda póst á netfangið eggertskula@mbl.is.

Hnúðlaxapar og íslenskur (neðst) úr Eyjafjarðará. Þessir fiskar veiddust 2019 …
Hnúðlaxapar og íslenskur (neðst) úr Eyjafjarðará. Þessir fiskar veiddust 2019 en þegar hefur hnúðlax veiðst í Pollinum á Akureyri. Ljósmynd/Snævarr

Fiskifræðingar bjuggust við stóru hnúðlaxaári hér á landi í sumar. Stofn hnúðlaxa sem kenndur er við oddatöluár hefur farið mjög vaxandi og að sama skapi jókst veiði á honum mjög hér árið 2019, en þá voru skráðir fiskar um 230 en voru einungis nokkrir tugir árið 2017.

Nú er sá tími að fara í hönd þegar mest ber á hnúðlaxinum. Rétt er að benda veiðimönnum á að einfaldasta leiðin til að greina hann frá bæði bleikju og laxi eru doppur á sporði.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert