Margar nýjar tilkynningar um hnúðlax

Arthúr Bogason sendi okkur þessa mynd af hnúðlöxunum sem hann …
Arthúr Bogason sendi okkur þessa mynd af hnúðlöxunum sem hann veiddi í Ormarsá. Hann missti þrjá aðra. Doppurnar á sporðinum leyna sér ekki. Hnúðlaxinn þekkist á þeim. Ljósmynd/AB

Margir veiðimenn höfðu samband við Sporðaköst í gær, eftir að óskað var eftir upplýsingum frá veiðifólki um hnúðlaxaveiði í sumar. Þær ár sem bættust við þær þrettán sem þegar hafði verið greint frá, eru: Laxá í Skefilstaðahreppi, Ormarsá, Tungufljót í V-Skaftafellssýslu, Ytri-Rangá og Grímsá.

Arthúr Bogason var að veiða í Ormarsá og landaði tveimur hnúðlöxum og missti þrjá aðra. Sindri Hlíðar Jónsson sendi okkur skeyti og sagðist hafa landað hnúðlaxi í Tungufljóti og misst annan. Þetta var í Bjarnafossi, sem er efsti veiðistaður Tungufljóts.

Eggert Halldórsson landaði hnúðlaxi í Grímsá í gær í Þinganesstrengjum.

Anna Sigurðardóttir sagði frá því að þau hefðu veitt tvo hnúðlaxa í beit í Sandá í Þistilfirði.

Hnúðlax veiddist í Vatnsdalsá í gær í Efri-Ármótum.

Þá fengum við skeyti frá Samúel Samúelssyni sem var að veiða í Straumunum og þeir lönduðu tveimur hnúðlaxahængum.

Staðfest er að einn slíkur er kominn á land í Ytri-Rangá. Samtals hafa hnúðlaxar veiðst á átján vatnasvæðum á Íslandi það sem af er þessu sumri.

Áhugavert væri að heyra frá fleiri veiðimönnum sem veitt hafa hnúðlax í sumar. Slíkar ábendingar má senda á eggertskula@mbl.is

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert