Margar nýjar tilkynningar um hnúðlax

Arthúr Bogason sendi okkur þessa mynd af hnúðlöxunum sem hann …
Arthúr Bogason sendi okkur þessa mynd af hnúðlöxunum sem hann veiddi í Ormarsá. Hann missti þrjá aðra. Doppurnar á sporðinum leyna sér ekki. Hnúðlaxinn þekkist á þeim. Ljósmynd/AB

Margir veiðimenn höfðu samband við Sporðaköst í gær, eftir að óskað var eftir upplýsingum frá veiðifólki um hnúðlaxaveiði í sumar. Þær ár sem bættust við þær þrettán sem þegar hafði verið greint frá, eru: Laxá í Skefilstaðahreppi, Ormarsá, Tungufljót í V-Skaftafellssýslu, Ytri-Rangá og Grímsá.

Arthúr Bogason var að veiða í Ormarsá og landaði tveimur hnúðlöxum og missti þrjá aðra. Sindri Hlíðar Jónsson sendi okkur skeyti og sagðist hafa landað hnúðlaxi í Tungufljóti og misst annan. Þetta var í Bjarnafossi, sem er efsti veiðistaður Tungufljóts.

Eggert Halldórsson landaði hnúðlaxi í Grímsá í gær í Þinganesstrengjum.

Anna Sigurðardóttir sagði frá því að þau hefðu veitt tvo hnúðlaxa í beit í Sandá í Þistilfirði.

Hnúðlax veiddist í Vatnsdalsá í gær í Efri-Ármótum.

Þá fengum við skeyti frá Samúel Samúelssyni sem var að veiða í Straumunum og þeir lönduðu tveimur hnúðlaxahængum.

Staðfest er að einn slíkur er kominn á land í Ytri-Rangá. Samtals hafa hnúðlaxar veiðst á átján vatnasvæðum á Íslandi það sem af er þessu sumri.

Áhugavert væri að heyra frá fleiri veiðimönnum sem veitt hafa hnúðlax í sumar. Slíkar ábendingar má senda á eggertskula@mbl.is

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Víðidalsá/Fitjá Nils Folmer Jörgensen 19. september 19.9.
100 cm Eystri-Rangá Hannes Gústafsson 14. september 14.9.
102 cm Vatnsdalsá Sigurður Héðinn 11. september 11.9.
100 cm Eystri-Rangá Hilmar Ingimundarson 10. september 10.9.
102 cm Víðidalsá/Fitjá Rögnvaldur Örn Jónsson 8. september 8.9.
101 cm Laxá í Aðaldal Nils Folmer Jörgensen 30. ágúst 30.8.
102 cm Kjarrá Jake Elliot 30. ágúst 30.8.

Skoða meira