Ekkert lát á útbreiðslu á hnúðlaxi

Guðrún Ósk Ársælsdóttir með hnúðlaxahæng, sem er kominn í riðbúning. …
Guðrún Ósk Ársælsdóttir með hnúðlaxahæng, sem er kominn í riðbúning. Þessi veiddist í Brúará. Ljósmynd/GÓÁ

Útbreiðsla á hnúðlaxi á Íslandi er mjög vaxandi. Tilkynningar hafa streymt til Sporðakasta síðustu daga. Ljóst er að mikið er af þessum aðskotafiski í sumum ám og hann er víðar en áður hefur þekkst.

Tilkynningar hafa borist frá Spóastöðum í Brúará, þar sem hnúðlaxahængur kominn í riðbúning veiddist í vikunni, eins og sjá má á myndinni sem fylgir fréttinni.

Brunná í Öxarfirði hefur að öllum líkindum einnig tekið á móti þessum nýbúa í íslensku vatnakerfi.

Tilkynning barst um hnúðlax í Hvannadalsá í Ísafjarðardjúpi í vikunni. Var það 45 sentímetra hængur.

Holl sem var að veiðum í Sandá í Þistilfirði landaði tveimur hnúðlöxum í vikunni.

Ljóst er að mikið er af þessum Kyrrahafslaxi á NA-horninu. Ellefu eru skráðir til bókar í Hofsá og fjórir í Selá. Þá er Sogið á Suðurlandi greinilega að geyma töluvert magn af hnúðlaxi. Bara í Bíldsfelli eru fjórir færðir til bókar.

Rétt er að hnykkja á því að Hafrannsóknastofnun óskar eftir að fá þessa fiska, heilfrysta til rannsóknar. Sporðaköst hvetja veiðimenn áfram til að senda tilkynningar um veiði á hnúðlaxi á netfangið eggertskula@mbl.is.

UPPFÆRT

Skömmu eftir að fréttin birtist hafði Sigfinnur Mikaelsson samband við Sporðaköst og skrifaði; „Ég veiddi hnúðlax 45 cm hrygnu í Fjarðará í Loðmundarfirði laugardaginn 31 júlí.
Hrygnan var stútfull af hrognum og komin að hrygningu.“

Hanna Stefánsdóttir veiddi þennan hnúðlax í Hvannadalsá í Ísafjarðardjúpi fyrr …
Hanna Stefánsdóttir veiddi þennan hnúðlax í Hvannadalsá í Ísafjarðardjúpi fyrr í vikunni. Hann mældist um 45 sentímetrar. Mikilvægt er að upplýsa um þessa veiði svo hægt sé að fylgjast með útbreiðslunni. Ljósmynd/HS
mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Víðidalsá/Fitjá Nils Folmer Jörgensen 19. september 19.9.
100 cm Eystri-Rangá Hannes Gústafsson 14. september 14.9.
102 cm Vatnsdalsá Sigurður Héðinn 11. september 11.9.
100 cm Eystri-Rangá Hilmar Ingimundarson 10. september 10.9.
102 cm Víðidalsá/Fitjá Rögnvaldur Örn Jónsson 8. september 8.9.
101 cm Laxá í Aðaldal Nils Folmer Jörgensen 30. ágúst 30.8.
102 cm Kjarrá Jake Elliot 30. ágúst 30.8.

Skoða meira