Þrjár ár komnar yfir þúsund laxa

Reynir Sigmundsson leiðsögumaður með 98 sentímetra lax sem viðskiptavinur veiddi …
Reynir Sigmundsson leiðsögumaður með 98 sentímetra lax sem viðskiptavinur veiddi í Eystri-Rangá. Hlutfallið af tveggja ára fiski hefur verið mjög gott í Eystri. Ljósmynd/Kolskeggur

Þrjár laxveiðiár eru nú komnar með yfir þúsund laxa skráða í bók. Eystri-Rangá er efst og þar hafa veiðst til þessa 1292 laxar. Síðasta vika var besta vika sumarsins og skilaði tæplega 430 löxum.

Í öðru sæti er systuráin, Ytri-Rangá með 1059 laxa og vikuveiði upp á 344 laxa. Þetta er sömuleiðis besta vikan þar í sumar. 

Norðurá er þriðja áin sem komin er yfir þúsund laxa, en hún stóð í gærkvöldi í 1030 löxum. Hún er þegar komin töluvert yfir heildarveiði síðasta árs. Viku veiði var 119 laxar, samkvæmt tölum frá Landssambandi veiðifélaga. Tölurnar eru birtar á vef þeirra angling.is.

Miðfjarðará fór upp fyrir Urriðafoss og er veiðin í Miðfirðinum komin í 819 laxa. Vikan þar skilaði 185 löxum.

Urriðafoss í Þjórsá er kominn niður í fimmta sæti með samtals 790 laxa. Aðeins þrír laxar eru skráðir á síðustu viku í Urriðafossi.

Þverá/Kjarrá er í sjötta sæti, en eftir er að uppfæra vikuveiðina. Við síðustu tölur var Þverá/Kjarrá með 736 laxa.

Haffjarðará er í sjöunda sæti. 588 laxar veiddir og er það ríflega hundrað laxa vika.

Þar á eftir koma Laxá í Kjós 475 laxar, Laxá í Leirársveit 470 og á svipuðu róli er Langá á Mýrum.

Allar þessar tölur hér að ofan eru staðfesting á því að þetta sumar er ekki að fara í sögubækur fyrir góða veiði. Upplýsingar um fleiri ár má finna inni á angling.is.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert