Þrjár ár komnar yfir þúsund laxa

Reynir Sigmundsson leiðsögumaður með 98 sentímetra lax sem viðskiptavinur veiddi …
Reynir Sigmundsson leiðsögumaður með 98 sentímetra lax sem viðskiptavinur veiddi í Eystri-Rangá. Hlutfallið af tveggja ára fiski hefur verið mjög gott í Eystri. Ljósmynd/Kolskeggur

Þrjár laxveiðiár eru nú komnar með yfir þúsund laxa skráða í bók. Eystri-Rangá er efst og þar hafa veiðst til þessa 1292 laxar. Síðasta vika var besta vika sumarsins og skilaði tæplega 430 löxum.

Í öðru sæti er systuráin, Ytri-Rangá með 1059 laxa og vikuveiði upp á 344 laxa. Þetta er sömuleiðis besta vikan þar í sumar. 

Norðurá er þriðja áin sem komin er yfir þúsund laxa, en hún stóð í gærkvöldi í 1030 löxum. Hún er þegar komin töluvert yfir heildarveiði síðasta árs. Viku veiði var 119 laxar, samkvæmt tölum frá Landssambandi veiðifélaga. Tölurnar eru birtar á vef þeirra angling.is.

Miðfjarðará fór upp fyrir Urriðafoss og er veiðin í Miðfirðinum komin í 819 laxa. Vikan þar skilaði 185 löxum.

Urriðafoss í Þjórsá er kominn niður í fimmta sæti með samtals 790 laxa. Aðeins þrír laxar eru skráðir á síðustu viku í Urriðafossi.

Þverá/Kjarrá er í sjötta sæti, en eftir er að uppfæra vikuveiðina. Við síðustu tölur var Þverá/Kjarrá með 736 laxa.

Haffjarðará er í sjöunda sæti. 588 laxar veiddir og er það ríflega hundrað laxa vika.

Þar á eftir koma Laxá í Kjós 475 laxar, Laxá í Leirársveit 470 og á svipuðu róli er Langá á Mýrum.

Allar þessar tölur hér að ofan eru staðfesting á því að þetta sumar er ekki að fara í sögubækur fyrir góða veiði. Upplýsingar um fleiri ár má finna inni á angling.is.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
100 cm Eystri-Rangá Hannes Gústafsson 14. september 14.9.
102 cm Vatnsdalsá Sigurður Héðinn 11. september 11.9.
100 cm Eystri-Rangá Hilmar Ingimundarson 10. september 10.9.
102 cm Víðidalsá/Fitjá Rögnvaldur Örn Jónsson 8. september 8.9.
101 cm Laxá í Aðaldal Nils Folmer Jörgensen 30. ágúst 30.8.
102 cm Kjarrá Jake Elliot 30. ágúst 30.8.
101 cm Húseyjarkvísl Sævar Örn Hafsteinsson 28. ágúst 28.8.

Skoða meira