Annar hvor er númer þúsund í Miðfirði

Philip kátur með laxinn úr Neðri-Hlaupum í dag. Sennilega sá …
Philip kátur með laxinn úr Neðri-Hlaupum í dag. Sennilega sá þúsundasti í sumar. Ljósmynd/Miðfjarðará

Miðfjarðará fór í þúsund laxa i dag. Grannt var fylgst með hver fengi þúsundasta laxinn, en tveir veiðimenn settu í laxa á svipuðum tíma og erfitt að meta hvor var númer þúsund.

Laxarnir veiddust í Austurá. Annar við Skárastaðabrú og hinn töluvert neðar eða í Neðri-Hlaupum. Báðir voru smálaxar og hefur uppistaða veiðinnar i Miðfirði verið smálax, eins og víða í sumar. Eins og við bar búist var minna um stórlax í sumar, þar sem smálax í fyrra var af skornum skammti. Hins vegar bendir þessi mikla smálaxagengd í ár til þess að næsta vor verði víða spennandi með tilliti til stórlaxa.

Jóhann Birgisson, leiðsögumaður í Miðfirði með laxinn sem viðskiptavinur hans …
Jóhann Birgisson, leiðsögumaður í Miðfirði með laxinn sem viðskiptavinur hans veiddi við Skárastaðabrú. Þessi gæti hafa verið númer þúsund. Ljósmynd/Miðfjarðará

Í fyrra endaði Miðfjarðará í 1.725 löxum og verður forvitnilegt að sjá hvort hún nær þeirri tölu. Hún er fjórða áin sem fer yfir þúsund laxa í sumar. Rangárnar og Norðurá hafa áður rofið þennan múr.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert