Miðfjarðará fór í þúsund laxa i dag. Grannt var fylgst með hver fengi þúsundasta laxinn, en tveir veiðimenn settu í laxa á svipuðum tíma og erfitt að meta hvor var númer þúsund.
Laxarnir veiddust í Austurá. Annar við Skárastaðabrú og hinn töluvert neðar eða í Neðri-Hlaupum. Báðir voru smálaxar og hefur uppistaða veiðinnar i Miðfirði verið smálax, eins og víða í sumar. Eins og við bar búist var minna um stórlax í sumar, þar sem smálax í fyrra var af skornum skammti. Hins vegar bendir þessi mikla smálaxagengd í ár til þess að næsta vor verði víða spennandi með tilliti til stórlaxa.
Í fyrra endaði Miðfjarðará í 1.725 löxum og verður forvitnilegt að sjá hvort hún nær þeirri tölu. Hún er fjórða áin sem fer yfir þúsund laxa í sumar. Rangárnar og Norðurá hafa áður rofið þennan múr.
Lengd á laxi | Veiðisvæði | Veiðimaður | Dagsetning Dags. |
---|---|---|---|
101 cm | Lagarfljót | Jóhannes Sturlaugsson | 2. október 2.10. |
100 cm | Stóra - Laxá | Vigfús Björnsson | 30. september 30.9. |
102 cm | Laxá í Aðaldal | Aðalsteinn Jóhannsson | 19. september 19.9. |
103 cm | Víðidalsá | Rob Williams | 17. september 17.9. |
101 cm | Stóra - Laxá | Jim Ray | 16. september 16.9. |
102 cm | Víðidalsá | Svanur Gíslason | 15. september 15.9. |
101 cm | Miðfjarðará | Stebbi Lísu | 14. september 14.9. |