Fengu 20 hnúðlaxa og misstu annað eins

Landeigendur og veiðimenn tóku höndum saman í Miðfjarðará í Bakkafirði …
Landeigendur og veiðimenn tóku höndum saman í Miðfjarðará í Bakkafirði í gær og dróu á veiðistaðinn Svartabakka. Tuttugu hnúðlaxar komu í netið og annað eins slapp. Hér er greitt úr netinu. Ljósmynd/Aðsend

Landeigendur að Miðfjarðará í Bakkafirði fréttu af hnúðlaxatorfu neðst í ánni í gær og ákváðu að draga á hylinn. Þátt í ádrættinum tóku veiðimenn sem voru að veiða í ánni og höfðu landað tveimur hnúðlöxum á stöng fyrr um daginn.

Ákveðið var að fara með net í einn neðsta veiðistaðinn í Miðfjarðará, Svartabakka, þar sem að ljóst var að mikil hnúðlaxatorfa var gengin inn í ána. Netið tók tuttugu laxa í ádrættinum og annað eins magn slapp undan netinu. Það er ljóst að víða er hnúðlaxinn að ganga í torfum og þá einkum á Austurlandi og Norð-Austurlandi.

Hluti aflans. Þrír vígalegir hængar og tvær hrygnur.
Hluti aflans. Þrír vígalegir hængar og tvær hrygnur. Ljósmynd/Aðsend

Gísli Ásgeirsson hjá Six Rivers Project sem heldur utan um rekstur, Selár, Hofsár, Miðfjarðarár í Bakkafirði, Vesturdalsá og hlut í fleiri ám, sagði í samtali við Sporðaköst að ákveðið hefði verið að draga á valda hylji í öllum þessum ám eftir að veiðitíma lýkur.

„Við ætlum okkur að ná eins miklu og við getum af hnúðlaxinum, en getum í raun ekki gert þetta fyrr en eftir að veiðitíma lýkur. Bæði er það að veiðimenn eru í ánum og við þurfum að setja saman teymi í þetta verkefni,“ sagði Gísli. 

Líklegt verður að teljast að landeigendur og leigutakar muni fara sömu leið í ám þar sem staðfest er að hnúðlax heldur til í ákveðnum hyljum í nokkru magni.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Víðidalsá/Fitjá Nils Folmer Jörgensen 19. september 19.9.
100 cm Eystri-Rangá Hannes Gústafsson 14. september 14.9.
102 cm Vatnsdalsá Sigurður Héðinn 11. september 11.9.
100 cm Eystri-Rangá Hilmar Ingimundarson 10. september 10.9.
102 cm Víðidalsá/Fitjá Rögnvaldur Örn Jónsson 8. september 8.9.
101 cm Laxá í Aðaldal Nils Folmer Jörgensen 30. ágúst 30.8.
102 cm Kjarrá Jake Elliot 30. ágúst 30.8.

Skoða meira