Fengu 20 hnúðlaxa og misstu annað eins

Landeigendur og veiðimenn tóku höndum saman í Miðfjarðará í Bakkafirði …
Landeigendur og veiðimenn tóku höndum saman í Miðfjarðará í Bakkafirði í gær og dróu á veiðistaðinn Svartabakka. Tuttugu hnúðlaxar komu í netið og annað eins slapp. Hér er greitt úr netinu. Ljósmynd/Aðsend

Landeigendur að Miðfjarðará í Bakkafirði fréttu af hnúðlaxatorfu neðst í ánni í gær og ákváðu að draga á hylinn. Þátt í ádrættinum tóku veiðimenn sem voru að veiða í ánni og höfðu landað tveimur hnúðlöxum á stöng fyrr um daginn.

Ákveðið var að fara með net í einn neðsta veiðistaðinn í Miðfjarðará, Svartabakka, þar sem að ljóst var að mikil hnúðlaxatorfa var gengin inn í ána. Netið tók tuttugu laxa í ádrættinum og annað eins magn slapp undan netinu. Það er ljóst að víða er hnúðlaxinn að ganga í torfum og þá einkum á Austurlandi og Norð-Austurlandi.

Hluti aflans. Þrír vígalegir hængar og tvær hrygnur.
Hluti aflans. Þrír vígalegir hængar og tvær hrygnur. Ljósmynd/Aðsend

Gísli Ásgeirsson hjá Six Rivers Project sem heldur utan um rekstur, Selár, Hofsár, Miðfjarðarár í Bakkafirði, Vesturdalsá og hlut í fleiri ám, sagði í samtali við Sporðaköst að ákveðið hefði verið að draga á valda hylji í öllum þessum ám eftir að veiðitíma lýkur.

„Við ætlum okkur að ná eins miklu og við getum af hnúðlaxinum, en getum í raun ekki gert þetta fyrr en eftir að veiðitíma lýkur. Bæði er það að veiðimenn eru í ánum og við þurfum að setja saman teymi í þetta verkefni,“ sagði Gísli. 

Líklegt verður að teljast að landeigendur og leigutakar muni fara sömu leið í ám þar sem staðfest er að hnúðlax heldur til í ákveðnum hyljum í nokkru magni.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert