Hnúðlax staðfestur í flestum ám landsins

Vígalegur hnúðlaxahængur sem veiddist í Stöðvará í Stöðvarfirði.
Vígalegur hnúðlaxahængur sem veiddist í Stöðvará í Stöðvarfirði. Ljósmynd/Runólfur Hauksson

Hnúðlax hefur verið að veiðast í sífellt fleiri ám og vatnasvæðum síðustu vikurnar. Nú er svo komið að til undatekninga heyrir ef ekki hefur veiðst hnúðlax á vatnasvæðinu. Lesendur mbl.is brugðust vel við beiðni um að senda upplýsingar um veiði á þessum framandi gesti í íslenskum ám.

Þann 6. ágúst veiddist hnúðlaxahrygna í Bárðarfossi í Brynjudalsá. Laxinn var frystur og verður sendur Hafrannsóknastofnun til skoðunar. Þetta staðfesti Þorsteinn Guðbrandsson í samtali við Sporðaköst, en það var einmitt sonur hans sem veiddi fiskinn.

Þessi veiddist á silungasvæðinu í Miðfjarðará. Veiðimaðurinn sá sex aðra …
Þessi veiddist á silungasvæðinu í Miðfjarðará. Veiðimaðurinn sá sex aðra slíka fiska í hylnum. Ljósmynd/GR

Gunnar Reimarsson lét okkur vita af hnúðlaxi sem veiddist á silungasvæði Miðfjarðarár í Saurahyl, rétt neðan Laugarbakka. Gunnar sagðist hafa séð sex aðra slíka laxa í hylnum. 

Tilkynningar hafa borist úr mörgum minni ám. Þannig veiddist hnúðlax í Stöðvará í Stöðvarfirði 11. ágúst. Tveir hnúðlaxar hafa verið skráðir í veiðibók í Norðfjarðará. Einn slíkur veiddist í Fjarðará í Loðmundarfirði og hafa borist fréttir úr fleiri ám.

Hnúðlaxahrygnan sem veiddist í Brynjudalsá.
Hnúðlaxahrygnan sem veiddist í Brynjudalsá. Ljósmynd/ÞG

Nú er svo komið að það heyrir til undatekninga ef hnúðlax hefur ekki veiðst á veiðisvæði í sumar. Ljóst er að hnúðlaxabylgjan mun rísa enn hærra sumarið 2023 þar sem að lífsferill þessa stofns er tvö ár. Miðað við magn af fiski og útbreiðslu er afar líklegt að hann nái að hrygna í sífellt fleiri ám hér á landi.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Víðidalsá/Fitjá Nils Folmer Jörgensen 19. september 19.9.
100 cm Eystri-Rangá Hannes Gústafsson 14. september 14.9.
102 cm Vatnsdalsá Sigurður Héðinn 11. september 11.9.
100 cm Eystri-Rangá Hilmar Ingimundarson 10. september 10.9.
102 cm Víðidalsá/Fitjá Rögnvaldur Örn Jónsson 8. september 8.9.
101 cm Laxá í Aðaldal Nils Folmer Jörgensen 30. ágúst 30.8.
102 cm Kjarrá Jake Elliot 30. ágúst 30.8.

Skoða meira