Bæði hnúðlax og venjulegur í sama kasti

Vífill Gústafsson til vinstri með hefðbundinn lax og Helgi Þorsteinsson …
Vífill Gústafsson til vinstri með hefðbundinn lax og Helgi Þorsteinsson leiðsögumaður með hnúðlaxinn. Báðir tóku Sunray í sama kasti. Ljósmynd/Aðsend

Eins og við greindum frá fyrr í dag gerðist sá fáheyrði atburður í Selá í vikunni, að tveir laxar veiddust í sama kastinu og það á flugu. Veiðimaðurinn var Vífill Gústafsson og leiðsögumaðurinn sem háfaði þessa tvo fiska var Helgi Þorsteinsson.

Báðir í háfnum og Helgi og Vífill urðu ekki lítið …
Báðir í háfnum og Helgi og Vífill urðu ekki lítið hissa. Ljósmynd/VG

Sporðaköst föluðust eftir myndum frá þeim félögum og var það auðsótt mál. Á myndunum sést vel hvernig hnúðlaxinn festi tennurnar í túbunni, en þríkrækjan sat í hefðbundna laxinum.

Sunray túban er í kjaftinum á hnúðlaxinum en sá venjulegi …
Sunray túban er í kjaftinum á hnúðlaxinum en sá venjulegi sat uppi með þríkrækjuna. Ljósmynd/VG

Það er ekki bara magnað að fá tvo laxa á í einu kasti en ekki síður er merkilegt að fá tvær tegundir og landa þeim.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Víðidalsá/Fitjá Nils Folmer Jörgensen 19. september 19.9.
100 cm Eystri-Rangá Hannes Gústafsson 14. september 14.9.
102 cm Vatnsdalsá Sigurður Héðinn 11. september 11.9.
100 cm Eystri-Rangá Hilmar Ingimundarson 10. september 10.9.
102 cm Víðidalsá/Fitjá Rögnvaldur Örn Jónsson 8. september 8.9.
101 cm Laxá í Aðaldal Nils Folmer Jörgensen 30. ágúst 30.8.
102 cm Kjarrá Jake Elliot 30. ágúst 30.8.

Skoða meira