Bæði hnúðlax og venjulegur í sama kasti

Vífill Gústafsson til vinstri með hefðbundinn lax og Helgi Þorsteinsson …
Vífill Gústafsson til vinstri með hefðbundinn lax og Helgi Þorsteinsson leiðsögumaður með hnúðlaxinn. Báðir tóku Sunray í sama kasti. Ljósmynd/Aðsend

Eins og við greindum frá fyrr í dag gerðist sá fáheyrði atburður í Selá í vikunni, að tveir laxar veiddust í sama kastinu og það á flugu. Veiðimaðurinn var Vífill Gústafsson og leiðsögumaðurinn sem háfaði þessa tvo fiska var Helgi Þorsteinsson.

Báðir í háfnum og Helgi og Vífill urðu ekki lítið …
Báðir í háfnum og Helgi og Vífill urðu ekki lítið hissa. Ljósmynd/VG

Sporðaköst föluðust eftir myndum frá þeim félögum og var það auðsótt mál. Á myndunum sést vel hvernig hnúðlaxinn festi tennurnar í túbunni, en þríkrækjan sat í hefðbundna laxinum.

Sunray túban er í kjaftinum á hnúðlaxinum en sá venjulegi …
Sunray túban er í kjaftinum á hnúðlaxinum en sá venjulegi sat uppi með þríkrækjuna. Ljósmynd/VG

Það er ekki bara magnað að fá tvo laxa á í einu kasti en ekki síður er merkilegt að fá tvær tegundir og landa þeim.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert