Hnúðlaxaævintýri í Selá

Dregið á í Selá í gærkvöldi. Þrír hnúðlaxar komu í …
Dregið á í Selá í gærkvöldi. Þrír hnúðlaxar komu í netið, en töluvert magn slapp undir netið. Frekari aðgerðir eru fyrirhugaðar. Ljósmynd/Aðsend

Hnúðlax hefur víða sett svip sinn á veiðisumarið. Í Vopnafirði hefur töluvert magn gengið í Hofsá og Selá. Sá fáheyrði atburður gerðist nýverið í Selá að veiðimaður sem þar var landaði tveimur fiskum í einu.

Vífill Gústafsson var að veiða Fossbreiðuna og setti fljótlega í lax á Sunray shadow. Ekki bjuggust menn við langri viðureign þar sem þetta var smálax. Eftir nokkra stund gerði Helgi leiðsögumaður sig kláran að háfa laxinn. Skyndilega var eins og smálaxinn gengi í endurnýjun lífdaga og aukinn kraftur hljóp í baráttuna. Það var svo eftir dágóðan tíma sem leikurinn barst á nýjan leik að háfnum.

Sér til mikillar undrunar sá Helgi leiðsögumaður að hnúðlax var nánast límdur upp við laxinn. Hann brá háfnum undir þá báða. Kom í ljós að hnúðlaxinn hafði líka tekið Sunrayinn. Tennurnar á hnúðlaxinum höfðu fests í hárunum á flottúbunni og höfðu því báðir tekið fluguna. 

Í gærkvöldi var gripið til þess ráðs að fara með net í Stekkjarhyl í Selá eftir að veiðitíma lauk. Þar hefur veiðst töluvert af hnúðlaxi í sumar. Þrír slíkir komu í netið, en nokkurt magn af hnúðlaxi slapp undir netið.

Upphaflega stóð til að draga á valda veiðistaði í Vopnafjarðaránum, eftir veiðitímabilið en þeim áformum  var breytt í ljósi þess að hnúðlaxinn hrygnir fyrr en Atlantshafslaxinn.  Hnúðlaxinn heldur sig fyrst og fremst á hægum stöðum þar sem lítill straumur er og gjarnan á grunnu vatni.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert