Ytri-Rangá gaf um 400 laxa á viku

Glæsileg 92 sentímetra hrygna úr Eystri-Rangá. Veiðimaður er Erling Adolf …
Glæsileg 92 sentímetra hrygna úr Eystri-Rangá. Veiðimaður er Erling Adolf Ágústsson. Eystri hefur gefið flesta fiska, en Ytri sækir hratt að henni og munar nú ekki nema rúmlega 70 löxum á þeim. Ljósmynd/RS

Veiðin í Ytri-Rangá í síðustu viku var tæplega fjögur hundruð laxar og er þetta besta vikan þar á bæ í sumar. Hefur Ytri-Ranga dregið verulega á Eystri ána og nú munar ekki nema sjötíu löxum á þeim.

Víða má sjá að veiðin er farin að hægjast eins og gerist gjarnan þegar líður á sumar og göngur eru að mestu afstaðnar. En eru þú spennandi tímar framundan og styttist í að þeir stóru verði árásargjarnir.

Landssamband veiðifélaga birti í morgun tölur úr laxveiðiám um allt land. Eystri- Rangá er enn aflahæst með 1.873 laxa, en eins og fyrr segir er Ytri-Rangá að nálgast hana óðfluga og er með 1.799 laxa í öðru sæti.

Norðurá heldur enn þriðja sætinu með 1.209 laxa, en bilið á milli hennar og Miðfjarðarár minnkar og nokkuð ljóst að Miðfjarðará fer fram úr á lokasprettinum. Þar eru komnir á land 1.123 laxar og skilaði síðasta vika um 130 löxum.

Þverá/Kjarrá skreið yfir þúsund laxa múrinn í síðustu viku, en veiðin þar er mjög róleg og veiddust um sextíu laxar síðustu viku.

Urriðafoss í Þjórsá er með rúmlega 800 laxa og hefur lítil veiði verið þar síðustu vikurnar.

Í sjöunda sæti er Haffjarðará með 662 laxa og vikuveiði upp á 40 laxa.

Þá kemur Langá með 580. Selá í Vopnafirði er komin í 559 laxa og er þar með í níunda sæti yfir aflahæstu árnar á landinu. 

Tíunda sætið skipar svo Laxá í Kjós með 529 laxa skráða í bók.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Víðidalsá/Fitjá Nils Folmer Jörgensen 19. september 19.9.
100 cm Eystri-Rangá Hannes Gústafsson 14. september 14.9.
102 cm Vatnsdalsá Sigurður Héðinn 11. september 11.9.
100 cm Eystri-Rangá Hilmar Ingimundarson 10. september 10.9.
102 cm Víðidalsá/Fitjá Rögnvaldur Örn Jónsson 8. september 8.9.
101 cm Laxá í Aðaldal Nils Folmer Jörgensen 30. ágúst 30.8.
102 cm Kjarrá Jake Elliot 30. ágúst 30.8.

Skoða meira