Eystri-Rangá komin yfir 2000 laxa

Hér er Peter Rippin leigutaki í Eystri með lax sem …
Hér er Peter Rippin leigutaki í Eystri með lax sem slagaði hátt í 20 pundin. Þessi lax tók Collie dog túbu í Hrafnaklettum á svæði þrjú. Ljósmynd/Kolskeggur

Nú hafa tvö þúsund laxar veiðst í Eystri-Rangá í sumar. Þar með er hún fyrsta áin sem nær þeirri tölu. Ytri-Rangá er ekki langt undan og nær þessari tölu á næstu dögum. Það er líka ljóst að það verða bara þessar tvær ár sem fara upp fyrir tvö þúsund laxa í sumar.

Kolskeggur ehf., sem annast rekstur og sölu veiðileyfa í Eystri-Rangá, greindi frá þessu á Facebook-síðu sinni fyrr í dag. Þar sagði líka: „Undanfarið hefur áin verið að gefa þetta 30-40 laxa á dag en í gær breyttust skilyrði aðeins og þá komu upp 54 laxar. Það virðist nefnilega ágætt magn af laxi á sumum stöðum en taka hefur verið dræm og mikið um missta fiska.

Þverá í Fljótshlíð tók líka smá kipp en síðasta holl þar var með 10 laxa. Síðasta hollið á Austurbakka Hólsár var með sjö laxa,“ skrifaði Kolskeggur.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
100 cm Fossá Guðbjörn Gunnarsson 1. október 1.10.
101 cm Víðidalsá Nils Folmer Jörgensen 26. september 26.9.
104 cm Laxá í Dölum Sigurður Smárason 25. september 25.9.
100 cm Miðfjarðará Róbert G. Grímsson 24. september 24.9.
104 cm Stóra Laxá Rúnar Gauti Guðjónsson 23. september 23.9.
102 cm Víðidalsá/Fitjá Nils Folmer Jörgensen 19. september 19.9.
100 cm Eystri-Rangá Hannes Gústafsson 14. september 14.9.

Skoða meira