Svartá að gefa stórlaxa og lítur vel út

Gréta Hilmarsdóttir með 95 sentímetra hæng úr Brúnarhyl í Svartá. …
Gréta Hilmarsdóttir með 95 sentímetra hæng úr Brúnarhyl í Svartá. Þessi tók rauðan Konna númer sextán.Í fyrra var það maríulax, nú stórlax. Ljósmynd/SSÓ

Svartá, sem fellur í Blöndu hresstist verulega í fyrra eftir hörmulegt ár 2019. Þá veiddust einungis 57 laxar. Í fyrra lagaðist staðan verulega þegar maðkur var bannaður í Blöndu og veiða/sleppa fyrirkomulag var tekið upp.

Svartárlaxinn á nú meiri möguleika á að komast til heimkynna sinna og það virðist vera að borga sig. Í dag er Svartá komin í um hundrað laxa og stefnir í að bæta síðasta ár sem var 190 laxar í bók. 

Í fyrra gerðum við frétt um holl sem fór í Svartá og landaði fimm maríulöxum. Það þykir merkilegt í hvaða holli sem er. Þessi hópur er mættur aftur í Svartá og nú eru það stórlaxar í stað maríulaxa. 

Sigþór Steinn Ólafsson er leiðsögumaður í hollinu og hann sagði í samtali við Sporðaköst að Svartá liti bara vel út. Hann er sannfærður um að áin fer yfir 200 laxa í sumar og veiðibókin í dag sýnir 110 laxa.

Erlendur veiðimaður með stærsta laxinn úr Svartá til þessa. 97 …
Erlendur veiðimaður með stærsta laxinn úr Svartá til þessa. 97 sentímetrar veiddur í Krókseyrarhyl á hitch. Ljósmynd/SSÓ

Í þessu holli sem er að klára hafa veiddist 95 sentímetra hængur og öðrum 97 sentímetra var landað í síðustu viku. Báðir verulega flottir höfðingjar.

Þó að Blanda hafi átt mörg betri ár, þá er alveg ljóst að Svartá er að njóta góðs af breyttu fyrirkomulagi. Aðdáendur Svartár horfa nú orðið þangað aftur enda viðbúið að hún nálgist sitt gamla form. Í tvígang hefur Svartá gefið yfir sex hundrað laxa og var það árin 2015 og 1998. Bæði þessi ár veiddust 619 laxar. Miklar sveiflur hafa verið í veiðinni síðustu áratugi.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
100 cm Fossá Guðbjörn Gunnarsson 1. október 1.10.
101 cm Víðidalsá Nils Folmer Jörgensen 26. september 26.9.
104 cm Laxá í Dölum Sigurður Smárason 25. september 25.9.
100 cm Miðfjarðará Róbert G. Grímsson 24. september 24.9.
104 cm Stóra Laxá Rúnar Gauti Guðjónsson 23. september 23.9.
102 cm Víðidalsá/Fitjá Nils Folmer Jörgensen 19. september 19.9.
100 cm Eystri-Rangá Hannes Gústafsson 14. september 14.9.

Skoða meira