Ytri-Rangá komin í toppsætið

Frá Ytri-Rangá. Hún hefur nú gefið flesta laxa og skilaði …
Frá Ytri-Rangá. Hún hefur nú gefið flesta laxa og skilaði hún 320 löxum í síðustu viku. westranga.is

Ytri-Rangá hefur gefið flesta laxa í sumar. Landssamband veiðifélaga birti nýjar vikutölur úr laxveiðinni í morgun og þar má sjá að Ytri er komin í efsta sætið með 2.121 lax. Eystri-Rangá er í öðru sæti með 2.052 laxa. Veiðin í Ytri hefur verið jafnari og meiri í ágúst og hefur dregið saman með ánum síðustu vikurnar, eftir að Eystri var komin með nokkuð gott forskot um mitt sumar. Þannig var vikuveiðin í Ytri um 320 laxar en um 180 í Eystri.

Norðurá er enn í þriðja sæti en mjög hefur hægt á veiðinni þar. Síðasta vika skilaði ekki nema 34 löxum á fimmtán stangir.

Miðfjarðará er í fjórða sæti með 1.217 laxa og var vikuveiðin 94.

Urriðafoss í Þjórsá er í fimmta sæti með 823 laxa og hefur verið afskaplega lítil veiði þar síðustu vikurnar. Þjórsá hefur verið afar lituð og erfitt að veiða hana við þau skilyrði.

Haffjarðará skilaði tæplega 80 laxa veiði í síðustu viku á sex stangir og er í sjöunda sæti yfir þær aflahæstu.

Langá gaf 37 laxa í síðustu viku er heildarfjöldi kominn í 617 laxa.

Selá í Vopnafirði var á svipuðu róli og Langá og er komin í 604 laxa og er í níunda sæti.

Jafnar í tíunda og ellefta sæti eru Laxá í Kjós og Laxá í Leirársveit með 560 laxa hvor.

Upplýsingar um veiði í fjölmörgum laxveiðiám má finna inni á vef Landssambands veiðifélaga, angling.is.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert