Lax vonbrigði en silungurinn frábær 2021

Kristján Páll Rafnsson annar eigandi Fish Partner, sem leigir fjölmörg veiðisvæði á Íslandi segir að laxveiðisumarið 2021 hafi verið mikil vonbrigði og víðast hvar hafi vantað fisk. Annað var uppi á teningnum þegar kom að silungi, en Fish Partner er með mörg og ólík svæði á leigu þar sem veiðist urriði, bleikja og sjóbirtingur.

Minnisstæðast frá sumrinu var bandarískur veiðimaður sem kom til Íslands í sína síðustu veiðiferð. Hann er langt leiddur krabbameinssjúklingur en kom hingað til að upplifa drauminn áður en hann kveður.

Ný veiðisvæði eru enn að finnast á Íslandi og Fish Partner er að bjóða upp á hluti sem ekki hafa áður verið í sölu. En sjón er sögu ríkari og Kristján Páll mætti í myndver hjá Sporðaköstum. 

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
100 cm Miðfjarðará Róbert G. Grímsson 24. september 24.9.
104 cm Stóra Laxá Rúnar Gauti Guðjónsson 23. september 23.9.
102 cm Víðidalsá/Fitjá Nils Folmer Jörgensen 19. september 19.9.
100 cm Eystri-Rangá Hannes Gústafsson 14. september 14.9.
102 cm Vatnsdalsá Sigurður Héðinn 11. september 11.9.
100 cm Eystri-Rangá Hilmar Ingimundarson 10. september 10.9.
102 cm Víðidalsá/Fitjá Rögnvaldur Örn Jónsson 8. september 8.9.

Skoða meira