Gunnar Örn tekur við LV

Gunnar Örn, nýr framkvæmdastjóri Landssambands veiðifélaga er með mikinn áhuga …
Gunnar Örn, nýr framkvæmdastjóri Landssambands veiðifélaga er með mikinn áhuga á veiði og hefur verið viðloðandi hana áratugum saman. Ljósmynd/Aðsend

Gunnar Örn Petersen hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Landssambands veiðifélaga. Hann tekur við starfinu af Elíasi Blöndal Guðjónssyni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landssambandi veiðifélaga.

„Gunnar Örn þekkir vel til í veiðiheiminum en hann hefur stundað veiðileiðsögn í rúma tvo áratugi og var á árunum 2016-2020 meðeigandi að veiðifyrirtækinu Fish Partner. Gunnar er lögfræðingur og hefur unnið hjá BBA lögmannsstofu og Kviku banka. Þá stofnaði Gunnar, ásamt öðrum, Íslensku fluguveiðisýninguna en markmið hennar er að standa vörð um íslenska náttúru og dýralíf með áherslu á vernd og uppbyggingu villtra ferskvatnsstofna.

Um leið og Elíasi er þakkað fyrir störf sín í þágu sambandsins er nýr framkvæmdastjóri boðinn velkominn,“ segir í tilkynningu LV.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert