Maðkaopnun byrjaði í Rangánum síðari hluta dags á miðvikudag. Á fyrstu vakt var landað 33 löxum í Eystri og 90 í Ytri-Rangá. Hvorki fleiri né færri en sex veiðimenn fögnuðu maríulaxinum, það kvöld í Eystri. Finnskir veiðimenn eru með opnunina og hafa verið í fjölmörg ár. Einungis ellefu stangir veiddu í Ytri og er það mögnuð veiði á einni vakt. Spúnninn var lang sterkastur þar.
Í gær var 64 löxum landað í Eystri og um hundrað í þeirri Ytri. Fyrir hádegi í dag voru komnir á land 48 fiskar í Eystri og 36 í þeirri Ytri. Samtals hafa þessir tveir heilu dagar, ef miðað er við fjórar vaktir skilað 226 löxum í Ytri-Rangá og 171 laxi í Eystri-Rangá. Samtals eru þetta rétt tæplega fjögur hundruð fiskar.
Veitt er á blandað agn í báðum ánum út veiðitímann, sem lýkur 20. október.
Affallið er einnig búið að opna fyrir maðk en síðasta holl fyrir maðkaopnun gaf 21 lax, hins vegar byrjar maðkaopnunin rólega og aðeins veitt þar á eina til tvær stangir, að því er kemur fram á heimasíðu Kolskeggs, sem annast rekstur Eystri-Rangár, Affallsins og Þverár.
Hér áður fyrir var algengt að maðkaholl tækju við í laxveiðiánum þegar langt var liðið á veiðitíma og var veiðin í þeim oft ævintýraleg og hver stöng var að skila tugum laxa á hverjum degi, fyrst eftir að byrja mátti með maðkinn.
Lengd á laxi | Veiðisvæði | Veiðimaður | Dagsetning Dags. |
---|---|---|---|
101 cm | Lagarfljót | Jóhannes Sturlaugsson | 2. október 2.10. |
100 cm | Stóra - Laxá | Vigfús Björnsson | 30. september 30.9. |
102 cm | Laxá í Aðaldal | Aðalsteinn Jóhannsson | 19. september 19.9. |
103 cm | Víðidalsá | Rob Williams | 17. september 17.9. |
101 cm | Stóra - Laxá | Jim Ray | 16. september 16.9. |
102 cm | Víðidalsá | Svanur Gíslason | 15. september 15.9. |
101 cm | Miðfjarðará | Stebbi Lísu | 14. september 14.9. |