Loksins hundraðkall úr Víðidal

Efri-Laxakvörn í Fitjá, hefur oft gefið þá stóra á haustin. …
Efri-Laxakvörn í Fitjá, hefur oft gefið þá stóra á haustin. Fitjá er hliðará Víðidalsár og er eitt af fjórum veiðisvæðum. Hér er rögnvaldur Örn með hundraðkallinn sem hann tók á svarta Franes örkeilu. Ljósmynd/RÖJ

Stórlaxaáin Víðidalsá hefur ekki enn gefið hundraðkall í sumar. Sett hefur verið í nokkra slíka en það er nánast ómögulegt að landa þeim. En hliðaráin gaf einn slíkan í gær. Í einum af allra efstu hyljum Fitjár, Efri-Laxakvörn kom á land 102 sentímetra hængur. 

Veiðimaður var Rögnvaldur Örn Jónsson og setti hann í stórlaxinn með svartri Frances örkeilu. Rögnvaldur sagði að fiskurinn hefði tekið í lok veiðitímans og benti á að þetta væri típískur Fitjárfiskur.  Stofninn sem byggir Fitjá er að jafnaði mun mjóslegnari en hefðbundnir höfðingjar úr Víðidal. „Þetta var mikil barátta og hængurinn var bæði vígalegur og lét hafa mikið fyrir sér,“ sagði Rögnvaldur í samtali við Sporðaköst.

Ólíklegt verður að teljast að þessi lax hefði náð tuttugu punda markinu. Hins vegar getur Víðidalsárlaxinn hæglega náð slíkri þyngd þó hann sé innan við meter að lengd.

Týpískur Fitjárfiskur. Þeir eru mun mjóslegnari en frændur þeirra í …
Týpískur Fitjárfiskur. Þeir eru mun mjóslegnari en frændur þeirra í Víðidal. Hann var margmældur og stóð 102 sentímetra. Ljósmynd/RÖJ

Ástæðan fyrir því að afar ólíklegt er að hundraðkall veiðist í Víðidal í ár er fyrst og fremst sú að miklir slýbunkar eru víða í ánni. Hegðun stórlaxins í Víðidal og víðar er ávallt sú sama. Þeir strauja í landið fjær á einhverjum tímapunkti og setja hausinn á kaf í slýið og oftar en ekki kemur þá bara flugan til baka og laxinn er farinn. Þetta hefur gerst nokkrum sinnum í sumar og síðast fyrir tveimur dögum þegar einn í yfirstærð sleit sig lausan í Dalsárósi, með þeim hætti sem lýst hefur verið hér að ofan.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Lagarfljót Jóhannes Sturlaugsson 2. október 2.10.
100 cm Stóra - Laxá Vigfús Björnsson 30. september 30.9.
102 cm Laxá í Aðaldal Aðalsteinn Jóhannsson 19. september 19.9.
103 cm Víðidalsá Rob Williams 17. september 17.9.
101 cm Stóra - Laxá Jim Ray 16. september 16.9.
102 cm Víðidalsá Svanur Gíslason 15. september 15.9.
101 cm Miðfjarðará Stebbi Lísu 14. september 14.9.

Skoða meira