Haugurinn með þann stærsta í Vatnsdal

Sigurður Héðinn, eða Haugurinn eins og hann er oftast kallaður, …
Sigurður Héðinn, eða Haugurinn eins og hann er oftast kallaður, með stórlaxinn úr Hnausastreng. Þessi mældist 102 sentímetrar og er sá stærsti sem veiðst hefur í Vatnsdal í sumar. Ljósmynd/HH

Stærsti laxinn til þessa í Vatnsdalsá í sumar, veiddist í Hnausastreng í gær. Það var rithöfundurinn, fluguhönnuðurinn og leiðsögumaðurinn Sigurður Héðinn sem setti í og landaði þessum tröllslega hæng.

Hann var ítrekað mældur og stíft mál reyndist vera 102 sentímetrar. Haugurinn var að vonum sáttur þegar Sporðaköst tóku hann tali.

„Helgi, Reiða Öndinni kom og gaf mér flugu áður en ég fór norður. Hann sýndi mér mynd af kvöldlagi þar sem var sólarroði í skýjum. Um átta leitið í gærkvöldi leit ég til himins og þá var þessi roði í skýjunum og ég skellti flugunni Gló, frá Helga, undir og fiskurinn tók í öðru kasti. Það tók mig um tuttugu mínútur að landa honum. Fyrst hélt ég að þetta væri smálax en þegar hann tók rokuna niður þá áætlaði ég að þetta væri 80 plús fiskur.

Það hefur ekki verið mikið af þessum allra stærstu á …
Það hefur ekki verið mikið af þessum allra stærstu á ferðinni í sumar. Þessi veiddist á hinum rómaða stórlaxastað, Hnausastreng. Ljósmynd/HH

Mér tókst að lempa hann niður á lygna vatnið í Hnausastreng og hann tók svo eitt stökk fyrir okkur. Þá sagði Hilmar Hansson, sem var með mér. Siggi þetta er meter, og þá ákvað ég að taka vel á honum sem ég gerði og okkur tókst að lands honum. Klikkunin er að öngullinn var númer sextán,“ hló Haugurinn. 

Hann og félagar hafa verið að gera fína veiði í Vatnsdal og landaði Haugurinn meðal annars 94 sentímetra hrygnu í túrnum.

Fiskur hefur nú dreift sér ágætlega í Vatnsdal, en framan af sumri veigraði hann sér við að ganga í gegnum Flóðið sökum þurrka og hita. 

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert