Heiðarvatn og Vatnsá blómstra loksins

Tekist á við lax í Frúarhyl í Vatnsá. Fyrstu laxarnir …
Tekist á við lax í Frúarhyl í Vatnsá. Fyrstu laxarnir eru komnir i bók í Vatnsá, en hennar besti tími er oft ekki fyrr en eftir 20. ágúst. Ljósmynd/ÁAÁ

Eftir mjög rólegt sumar þá hefur Vatnsá, sem fellur úr Heiðarvatni loksins tekið við sér. Frá þriðja september hafa fjörutíu laxar veiðst og telst það gott á mælikvarða Vatnsár og jafnvel fleiri laxveiðiáa.

„Þetta bara gerðist um mánaðamótin.  Holl sem hafði verið að veiðum í tvo daga og átt rólega byrjun, en allt i einu varð þetta bara önnur á. Það var lax og birtingur um allt og menn voru í hörku lífi,“ sagði Ásgeir Arnar Ásmundsson, sem annast sölu á leyfum í Vatnsá og Heiðardal.

Hann telur að þegar upp verði staðið muni þetta verða ár verða undir meðaltali í Vatnsá, í ljósi þess að lax og birtingur kom óvenju seint á svæðið. Hann er hins vegar að vonast til þess að Vatnsá fari í hundrað laxa.

Veiðin í Heiðarvatni fór mjög vel af stað í vor en leið svo aftur fyrir að þegar leið á sumar að sjóbirtingur var mjög seinn á ferðinni. Nú er hins vegar allt komið á eðlilegt ról og erlendir veiðimenn sem voru í vatninu gerðu þar flotta veiði. Lönduðu níu birtingum á bilinu 55 til 77 sentímetrar. Þá fengu þeir fjöldann allan af smærri urriðum og voru hinir kátustu eftir daginn.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Lagarfljót Jóhannes Sturlaugsson 2. október 2.10.
100 cm Stóra - Laxá Vigfús Björnsson 30. september 30.9.
102 cm Laxá í Aðaldal Aðalsteinn Jóhannsson 19. september 19.9.
103 cm Víðidalsá Rob Williams 17. september 17.9.
101 cm Stóra - Laxá Jim Ray 16. september 16.9.
102 cm Víðidalsá Svanur Gíslason 15. september 15.9.
101 cm Miðfjarðará Stebbi Lísu 14. september 14.9.

Skoða meira