Heiðarvatn og Vatnsá blómstra loksins

Tekist á við lax í Frúarhyl í Vatnsá. Fyrstu laxarnir …
Tekist á við lax í Frúarhyl í Vatnsá. Fyrstu laxarnir eru komnir i bók í Vatnsá, en hennar besti tími er oft ekki fyrr en eftir 20. ágúst. Ljósmynd/ÁAÁ

Eftir mjög rólegt sumar þá hefur Vatnsá, sem fellur úr Heiðarvatni loksins tekið við sér. Frá þriðja september hafa fjörutíu laxar veiðst og telst það gott á mælikvarða Vatnsár og jafnvel fleiri laxveiðiáa.

„Þetta bara gerðist um mánaðamótin.  Holl sem hafði verið að veiðum í tvo daga og átt rólega byrjun, en allt i einu varð þetta bara önnur á. Það var lax og birtingur um allt og menn voru í hörku lífi,“ sagði Ásgeir Arnar Ásmundsson, sem annast sölu á leyfum í Vatnsá og Heiðardal.

Hann telur að þegar upp verði staðið muni þetta verða ár verða undir meðaltali í Vatnsá, í ljósi þess að lax og birtingur kom óvenju seint á svæðið. Hann er hins vegar að vonast til þess að Vatnsá fari í hundrað laxa.

Veiðin í Heiðarvatni fór mjög vel af stað í vor en leið svo aftur fyrir að þegar leið á sumar að sjóbirtingur var mjög seinn á ferðinni. Nú er hins vegar allt komið á eðlilegt ról og erlendir veiðimenn sem voru í vatninu gerðu þar flotta veiði. Lönduðu níu birtingum á bilinu 55 til 77 sentímetrar. Þá fengu þeir fjöldann allan af smærri urriðum og voru hinir kátustu eftir daginn.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert