Sjóbirtingsár fyrir austan sloppið vel

Tungulækur í Landbroti. Vatnið í læknum hefur verið mikið eftir …
Tungulækur í Landbroti. Vatnið í læknum hefur verið mikið eftir Skaftárhlaupið en menn er samt að slíta upp fiska. Einar Falur Ingólfsson

Skaftárhlaup sem hófst í byrjun mánaðar gerði margan sjóbirtingsveiðimanninn órólegan. Búist var við miklu hlaupi og því hætt við að Eldvatn, Tungulækur, Jónskvísl og Grenlækur gætu orðið óveiðandi. 

Hlaupið var mun minna en óttast var í upphafi og má segja að áhrif þess að fyrrnefndar ár hafi orðið að sama skapi minni en óttast var.

„Hlaupið hafði áhrif á Eldhraunsárnar. Tungulækur er búinn að vera jökull og margfalt vatnsmagn í honum síðan að litla hlaupið hófst og lækurinn er enn margfaldur í vatnsmagni. Það kom fljótt aukið rennsli í Grenlæk en ekki litur. Vatnsstaðan í Eldvatni hefur hækkað yfir meðallag en engin litur er heldur sjáanlegur þar,“ sagði Jón Hrafn Karlsson einn af leigutökum Eldvatnsins í samtali við Sporðaköst.

Jón Hrafn Karlsson sem birting úr Eldvatninu. Vatnsstaða þar er …
Jón Hrafn Karlsson sem birting úr Eldvatninu. Vatnsstaða þar er yfir meðallagi en áin er tær. FB/Eldvatn

Það sést á rafrænu veiðibókinni fyrir Tungulæk að þar er veiði flesta daga. Hún er ekki mikil en menn eru að slíta upp fiska. Áhugavert er að sjá að tveir fiskar hafa mælst 92 og 90 sentímetrar, það sem af er haustveiðinni. 

Í Eldvatni hefur verið ágæt veiði og gaf gærdagurinn tíu birtinga. Stærsti fiskur til þessa í haust var 92 sentímetrar og veiddist í Símastreng. Hann tók púpuna Copper John. Þessi púpa er einmitt sú fluga sem gefið hefur best í Eldvatni í vor og í haust.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
100 cm Fossá Guðbjörn Gunnarsson 1. október 1.10.
101 cm Víðidalsá Nils Folmer Jörgensen 26. september 26.9.
104 cm Laxá í Dölum Sigurður Smárason 25. september 25.9.
100 cm Miðfjarðará Róbert G. Grímsson 24. september 24.9.
104 cm Stóra Laxá Rúnar Gauti Guðjónsson 23. september 23.9.
102 cm Víðidalsá/Fitjá Nils Folmer Jörgensen 19. september 19.9.
100 cm Eystri-Rangá Hannes Gústafsson 14. september 14.9.

Skoða meira