„Ég er ástfangin af Andakílsá“

Helga Gísladóttir með glæsilegan hausthæng úr Andakíl. Hún segist ástfangin …
Helga Gísladóttir með glæsilegan hausthæng úr Andakíl. Hún segist ástfangin af ánni. Ljósmynd/MHM

Andakílsá í Borgarfirði er að verða komin í fjögur hundruð laxa í sumar. Þetta er fyrsta árið sem hún er seld til veiðimanna eftir umhverfisslysið sem varð fyrir fjórum árum, þegar set úr virkjuninni rann út í ána.

Í fyrra var ein tilraunastöng í ánni í samráði við Hafrannsóknastofnun. Sú stöng skilaði bestu veiði á eina stöng á Íslandi 2020 eða 661 einum laxi. Í ljósi þessa og þeirra seiðasleppinga sem eru í gangi var ákveðið að setja ána í sölu til veiðimanna. Stangaveiðifélag Reykjavíkur er með ána á leigu.

Helga Gísladóttir og María Hrönn Magnúsdóttir eru að veiða Andakílsána núna og eru komnar með sjö fiska og marga missta, þrátt fyrir mikið vatn. Helga setti í afar fallegan hausthæng í Neðri Laugabakka. Sá tók lítinn kón eða keilu.

María Hrönn með smálax úr Litla hyl í Andakílsá. Þær …
María Hrönn með smálax úr Litla hyl í Andakílsá. Þær eru komnar með sjö laxa og búnar að missa marga. Ljósmynd/HG

Sporðaköst báðu Helgu að telja hvað væri búið að bóka marga laxa í sumar og er niðurstaðan 395 laxar. Sá stærsti til þessa er 86 sentímetrar.

Það eru frábærar fréttir að þessi litla og skemmtilega á skuli aftur vera komin á kortið. Þegar Helga var spurð, hvernig finnst þér áin, var svarið; „Ég er ástfangin af Andakílsá. Þetta er nýja uppáhaldsáin mín,“ sagði hún og brosti.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Lagarfljót Jóhannes Sturlaugsson 2. október 2.10.
100 cm Stóra - Laxá Vigfús Björnsson 30. september 30.9.
102 cm Laxá í Aðaldal Aðalsteinn Jóhannsson 19. september 19.9.
103 cm Víðidalsá Rob Williams 17. september 17.9.
101 cm Stóra - Laxá Jim Ray 16. september 16.9.
102 cm Víðidalsá Svanur Gíslason 15. september 15.9.
101 cm Miðfjarðará Stebbi Lísu 14. september 14.9.

Skoða meira