„Ég er ástfangin af Andakílsá“

Helga Gísladóttir með glæsilegan hausthæng úr Andakíl. Hún segist ástfangin …
Helga Gísladóttir með glæsilegan hausthæng úr Andakíl. Hún segist ástfangin af ánni. Ljósmynd/MHM

Andakílsá í Borgarfirði er að verða komin í fjögur hundruð laxa í sumar. Þetta er fyrsta árið sem hún er seld til veiðimanna eftir umhverfisslysið sem varð fyrir fjórum árum, þegar set úr virkjuninni rann út í ána.

Í fyrra var ein tilraunastöng í ánni í samráði við Hafrannsóknastofnun. Sú stöng skilaði bestu veiði á eina stöng á Íslandi 2020 eða 661 einum laxi. Í ljósi þessa og þeirra seiðasleppinga sem eru í gangi var ákveðið að setja ána í sölu til veiðimanna. Stangaveiðifélag Reykjavíkur er með ána á leigu.

Helga Gísladóttir og María Hrönn Magnúsdóttir eru að veiða Andakílsána núna og eru komnar með sjö fiska og marga missta, þrátt fyrir mikið vatn. Helga setti í afar fallegan hausthæng í Neðri Laugabakka. Sá tók lítinn kón eða keilu.

María Hrönn með smálax úr Litla hyl í Andakílsá. Þær …
María Hrönn með smálax úr Litla hyl í Andakílsá. Þær eru komnar með sjö laxa og búnar að missa marga. Ljósmynd/HG

Sporðaköst báðu Helgu að telja hvað væri búið að bóka marga laxa í sumar og er niðurstaðan 395 laxar. Sá stærsti til þessa er 86 sentímetrar.

Það eru frábærar fréttir að þessi litla og skemmtilega á skuli aftur vera komin á kortið. Þegar Helga var spurð, hvernig finnst þér áin, var svarið; „Ég er ástfangin af Andakílsá. Þetta er nýja uppáhaldsáin mín,“ sagði hún og brosti.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
101 cm Víðidalsá Nils Folmer Jorgensen 17. september 17.9.
100 cm Stóra - Laxá Jóhann Gunnar Jóhannsson 13. september 13.9.
100 cm Miðfjarðará Daði Þorsteinsson 12. september 12.9.
102 cm Stóra - Laxá Reto Suremann 10. september 10.9.
103 cm Stóra - Laxá Magnús Stephensen 10. september 10.9.

Skoða meira