Víða verið góð haustveiði

Frá Snaghyl ofarlega í Víðidalsá.
Frá Snaghyl ofarlega í Víðidalsá. FB/​Víðidalsá

Vikulegur listi yfir aflahæstu laxveiðiár á landinu var birtur í morgun. Þar eru litlar breytingar á efsta hluta listans og er Ytri-Rangá með flesta laxa og er að nálgast þrjú þúsund. Ekki langt undan er Eystri-Rangá og svo koma Miðfjörður, Norðurá, Þverá/Kjarrá, Haffjarðará og Urriðafoss.

Athyglisvert er að sjá að Miðfjarðará gaf 168 laxa í síðustu viku. Verður það að teljast afar góð veiði og fór hún yfir 1.600 laxa í morgun. Í rafrænu veiðibókinni má sjá að Núpsá er farin að gefa og einnig efri hluti Vesturár, eftir að fór rigna. Aðeins Eystri-Rangá gaf fleiri fiska þessa síðustu viku, en þar veiddust ríflega 200 laxar.

Glimt við lax í Miðfjarðará. Hún gaf 168 lax síðustu …
Glimt við lax í Miðfjarðará. Hún gaf 168 lax síðustu viku. Erik Koberling

Laxá í Kjós er komin í áttunda sætið eftir áttatíu laxa viku. Þar á bæ er loksins búið að vera mikið vatn, raunar svo gott að Haraldur Eiríksson leigutaki hvetur sína viðskiptavini til að taka með sér tvíhendur. Kjósin fór í 802 laxa í gær.

Nokkru neðar er Laxá í Dölum sem er þekkt fyrir að gefa oft magnaða veiði síðsumars og á haustin. Yfir hundrað laxar veiddust í Dölunum í síðustu viku og er hún komin rétt yfir sjö hundruð laxa.

Víðidalsá gaf um sextíu laxa í vikunni og er veiðin þar í sumar betri en undanfarin þrjú ár. Töluvert magn er af laxi í Víðidalsá, miðað við undanfarin ár, en þessir allra stærstu eru af skornum skammti og hefur aðeins einn lax veiðst í sumar sem mældist hundrað sentímetrar eða meira.

Allur listinn er inni á heimasíðu Landssambands veiðifélaga, á angling.is. 

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert