Alþjóðleg ráðstefna um framtíð laxins

Jim Ratcliffe með einn af fyrstu löxum sumarsins í Selá …
Jim Ratcliffe með einn af fyrstu löxum sumarsins í Selá í sumar. Með honum eru fjölskyldumeðlimir og lönduðu þau samtals fjórum löxum fyrsta morguninn. Ljósmynd/SRP

Félagið Six Rivers Project, sem er í eigu auðkýfingsins Jim Ratcliffe og heldur utan um rekstur á laxveiðiám á Norðausturlandi, stendur fyrir ráðstefnu um verndun Atlantshafslaxins í næstu viku. Ráðstefnan er haldin í Reykjavík 21. og 22. september.

Fjórtán erlendir vísindamenn sem koma að rannsóknum á laxi, lífsferli hans og umhverfi, flytja ávörp og greina frá þeim rannsóknum sem þeir eru að stunda og þeim niðurstöðum sem liggja fyrir. Vísindamennirnir koma frá ýmsum löndum sem öll eiga það sameiginlegt að þar á villti laxinn undir högg að sækja. 

Fjallað verður um vistkerfi, rannsóknir á þáttum í hafinu sem kunna að hafa áhrif, alþjóðleg samstarfsverkefni, hnúðlaxauppganginn og margt fleira.

Jim Ratcliffe verður meðal þeirra sem sitja í panel á …
Jim Ratcliffe verður meðal þeirra sem sitja í panel á ráðstefnunni. Einar Falur

Ráðstefnan er ekki opin almenningi, en þeir sem hafa áhuga á að taka þátt geta sett sig í samband við Helgu Kristínu Tryggvadóttur, sölustjóra Six Rivers Project. Netfangið hennar er helgakristin@laxinn.is.

Sporðaköst munu fylgjast með ráðstefnunni og greina frá helstu niðurstöðum sem verða kunngerðar. Þá munu frummælendur sitja fyrir svörum og þar mun Jim Ratcliffe taka þátt og svara spurningum.

Þetta er í annað skiptið sem Ratcliffe og félagar standa fyrir ráðstefnu af þessum toga í Reykjavík.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
100 cm Fossá Guðbjörn Gunnarsson 1. október 1.10.
101 cm Víðidalsá Nils Folmer Jörgensen 26. september 26.9.
104 cm Laxá í Dölum Sigurður Smárason 25. september 25.9.
100 cm Miðfjarðará Róbert G. Grímsson 24. september 24.9.
104 cm Stóra Laxá Rúnar Gauti Guðjónsson 23. september 23.9.
102 cm Víðidalsá/Fitjá Nils Folmer Jörgensen 19. september 19.9.
100 cm Eystri-Rangá Hannes Gústafsson 14. september 14.9.

Skoða meira