Aftur gaf Fitjá hundraðkall

Efstu veiðistaðir í Fitjá sem hafa gefið tvo laxa í …
Efstu veiðistaðir í Fitjá sem hafa gefið tvo laxa í yfirstærð í september. Báðir mældust þeir 102 sentímetrar. Ljósmynd/NFJ

Það gerist ekki á hverju ári að Fitjá, hliðará Víðidalsár gefi laxa í yfirstærð. En það er í takt við allt annað þetta undarlega sumar að tveir slíkir hafa nú veiðst efst í Fitjá og það með ellefu daga millibili.

Þann 8. september veiddist 102 sentímetra lax í Efri-Laxakvörn.  Sama sagan endurtók sig í gær. Efst í Fitjá lenti Nils Folmer Jorgensen í hörkuveiði og til að kóróna frábæra vakt í Fitjá setti hann í og landaði 102 sentímetra hæng sem tók míkró kón útgáfu af Ernu, flugu sem Nils hannaði sjálfur. Fiskurinn tók í Mjóhyl, sem er einn af efstu stöðum í Fitjá, aðeins neðar en Efri-Laxakvörn.

Nils Folmer með stórlaxinn úr Fitjá. Þessi tók í Mjóhyl …
Nils Folmer með stórlaxinn úr Fitjá. Þessi tók í Mjóhyl sem er einn af efstu veiðistöðum árinnar, sem er hliðará Víðidalsár. Stofninn í Fitjá er mun mjóslegnari en hlunkarnir í Víðidal. Ljósmynd/NFJ

Það vekur athygli að sjálf Víðidalsáin hefur enn ekki gefið fisk úr þessum stærðarflokki og er það óvenjulegt. Í fyrra gaf hún átta laxa sem mældust hundrað sentímetrar eða meira. En rétt er að hafa í huga að veiðitímanum er ekki lokið.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
100 cm Fossá Guðbjörn Gunnarsson 1. október 1.10.
101 cm Víðidalsá Nils Folmer Jörgensen 26. september 26.9.
104 cm Laxá í Dölum Sigurður Smárason 25. september 25.9.
100 cm Miðfjarðará Róbert G. Grímsson 24. september 24.9.
104 cm Stóra Laxá Rúnar Gauti Guðjónsson 23. september 23.9.
102 cm Víðidalsá/Fitjá Nils Folmer Jörgensen 19. september 19.9.
100 cm Eystri-Rangá Hannes Gústafsson 14. september 14.9.

Skoða meira