Aftur gaf Fitjá hundraðkall

Efstu veiðistaðir í Fitjá sem hafa gefið tvo laxa í …
Efstu veiðistaðir í Fitjá sem hafa gefið tvo laxa í yfirstærð í september. Báðir mældust þeir 102 sentímetrar. Ljósmynd/NFJ

Það gerist ekki á hverju ári að Fitjá, hliðará Víðidalsár gefi laxa í yfirstærð. En það er í takt við allt annað þetta undarlega sumar að tveir slíkir hafa nú veiðst efst í Fitjá og það með ellefu daga millibili.

Þann 8. september veiddist 102 sentímetra lax í Efri-Laxakvörn.  Sama sagan endurtók sig í gær. Efst í Fitjá lenti Nils Folmer Jorgensen í hörkuveiði og til að kóróna frábæra vakt í Fitjá setti hann í og landaði 102 sentímetra hæng sem tók míkró kón útgáfu af Ernu, flugu sem Nils hannaði sjálfur. Fiskurinn tók í Mjóhyl, sem er einn af efstu stöðum í Fitjá, aðeins neðar en Efri-Laxakvörn.

Nils Folmer með stórlaxinn úr Fitjá. Þessi tók í Mjóhyl …
Nils Folmer með stórlaxinn úr Fitjá. Þessi tók í Mjóhyl sem er einn af efstu veiðistöðum árinnar, sem er hliðará Víðidalsár. Stofninn í Fitjá er mun mjóslegnari en hlunkarnir í Víðidal. Ljósmynd/NFJ

Það vekur athygli að sjálf Víðidalsáin hefur enn ekki gefið fisk úr þessum stærðarflokki og er það óvenjulegt. Í fyrra gaf hún átta laxa sem mældust hundrað sentímetrar eða meira. En rétt er að hafa í huga að veiðitímanum er ekki lokið.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Laxá í Aðaldal Aðalsteinn Jóhannsson 19. september 19.9.
103 cm Víðidalsá Rob Williams 17. september 17.9.
101 cm Stóra - Laxá Jim Ray 16. september 16.9.
102 cm Víðidalsá Svanur Gíslason 15. september 15.9.
101 cm Miðfjarðará Stebbi Lísu 14. september 14.9.
101 cm Víðidalsá Rögnvaldur Guðmundsson 12. september 12.9.
103 cm Ytri - Rangá Adrian Stauss 8. september 8.9.

Skoða meira