Enn einn krókódíllinn – nú úr Dölunum

Stærsti laxinn í sumar í Laxá í Dölum veiddist fyrr …
Stærsti laxinn í sumar í Laxá í Dölum veiddist fyrr í dag. Það var Sigurður Smárason sem veiddi hann í Mjóhyl á Sunray. Ljósmynd/Einar Berg Smárason

Sigurður Smárason landaði stærsta fiski sínum á ferlinum í Laxá í Dölum, fyrr í dag. Þetta er stærsti lax sem hefur veiðst í Laxá í sumar og reyndist hann engin smásmíði. „Við bræður þrímældum hann og ég var svo stressaður og spenntur og kátur að ég á endanum bara missti hann úr lúkunum þegar við vorum að mynda,“ upplýsti Sigurður í samtali við Sporðaköst.

Fiskurinn tók í veiðistaðnum Mjóhyl. Sá staður stendur undir nafni og skreið Sigurður upp með hylnum og kastaði á hann Sunray. Fljótlega tók þessi líka fiskurinn og tók svo strikið niður úr hylnum og langt niður að vaði, sem nokkur hundruð metrum neðan við Mjóhyl.

Þetta er magnað eintak úr Laxá í Dölum. Sá stærsti …
Þetta er magnað eintak úr Laxá í Dölum. Sá stærsti sem Sigurður hefur veitt á ferlinum og um leið sá stærsti til þessa í Laxá, það sem af er vertíð. Ljósmynd/Einar Berg Smárason

Með Sigurði var Einar Berg bróðir hans og var hann á háfnum. „Ég áttaði mig á hversu stór laxinn var þegar hann óð aftur upp í hylinn. Þá sá ég hann vel. Á endanum tókst mér að lempa hann inn að sandeyri þar sem maður leggur bílnum og þar náði Einar bróðir að háfa hann. Við mældum hann þrisvar sinnum og hann var nákvæmlega 104 sentímetrar. Þetta er sá allra stærsti sem ég hef fengið. Áður hafið ég landað 98 sentímetrum stærst. En ég er alveg titrandi ennþá og það er frábær tilfinning,“ sagði stórveiðimaðurinn í samtali við Sporðaköst.

Að sögn þeirra bræðra er hörkuveiði í Dölunum og síðasta holl var með 115 laxa. Þeir sögðu greinilegt að mikið af fiski væri á hreyfingu og vatnið væri gott í Laxá, eftir langþráðar rigningar. Laxá í Dölum er þekkt fyrir öfluga haustveiði þegar nægilegt vatn er til staðar.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Laxá í Aðaldal Aðalsteinn Jóhannsson 19. september 19.9.
103 cm Víðidalsá Rob Williams 17. september 17.9.
101 cm Stóra - Laxá Jim Ray 16. september 16.9.
102 cm Víðidalsá Svanur Gíslason 15. september 15.9.
101 cm Miðfjarðará Stebbi Lísu 14. september 14.9.
101 cm Víðidalsá Rögnvaldur Guðmundsson 12. september 12.9.
103 cm Ytri - Rangá Adrian Stauss 8. september 8.9.

Skoða meira