Sá stærsti úr Miðfirði í sumar

Fyrsti hundraðkallinn úr Miðfirði. Það var Róbert Grímur Grímsson sem …
Fyrsti hundraðkallinn úr Miðfirði. Það var Róbert Grímur Grímsson sem landaði honum neðan við Skárastaðabrú í Austurá. Ljósmynd/RGG

Róbert Grímur Grímsson kom í fyrsta skipti í Miðfjarðará í því holli sem nú er við veiðar. Hann átti Austurá efri og hafði frétt af stórlaxi sem var að velta sér neðan við Skárastaðabrú. Hann lagði áherslu á veiðistaðinn og fljótlega velti fiskur sér á fluguna en það var ekki alvörusamband og sá fór af.

„Bara rétt á eftir fékk ég neglu á Polar Monkey fly. Ég hafði heyrt Spánverja sem voru í hollinu á undan tala um þessa flugu. Ég keypti nokkur eintök á flugubarnum í veiðihúsinu og ákvað að láta hana svífa. Það var negla í þriðja kasti. Ég sá strax að þetta var eitthvert monster. Samt var ég ekki nema svona tuttugu mínútur með hann. En ég var einn og þurfti að sporðtaka hann úti í á. Rétt áður en ég sleppti honum komu félagar mínir og gátu staðfest mælingu. Sléttir hundrað sentímetrar,“ sagði afar glaður Róbert í samtali við Sporðaköst í morgunsárið.

Krókódílatíminn er runninn upp og við greindum í gær frá 104 sentímetra laxi í Stóru-Laxá og það var svo sannarlega kominn tími á einn í þessum stærðarflokki í Miðfirði.

„Rabbi leigutaki er búinn að lofa mér stöng í þessu holli á næsta ári og ég hlakka strax til að koma aftur í Miðfjörðinn,“ sagði Róbert í samtali við Sporðaköst.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Laxá í Aðaldal Aðalsteinn Jóhannsson 19. september 19.9.
103 cm Víðidalsá Rob Williams 17. september 17.9.
101 cm Stóra - Laxá Jim Ray 16. september 16.9.
102 cm Víðidalsá Svanur Gíslason 15. september 15.9.
101 cm Miðfjarðará Stebbi Lísu 14. september 14.9.
101 cm Víðidalsá Rögnvaldur Guðmundsson 12. september 12.9.
103 cm Ytri - Rangá Adrian Stauss 8. september 8.9.

Skoða meira