Þriðja verkið í ritröð Haugsins

Sigurður Héðinn, eða Haugurinn eins og hann er oftast kallaður, …
Sigurður Héðinn, eða Haugurinn eins og hann er oftast kallaður, með stórlaxinn úr Hnausastreng. Þessi mældist 102 sentímetrar og er sá stærsti sem veiddist í Vatnsdal í sumar. Nú er hann búinn að landa þriðju bókinni sem kemur senn í verslanir. Ljósmynd/HH

Þriðja bókin í laxveiðiritröð Sigurðar Héðins, eða Haugsins eins og hann er jafnan kallaður, er á leið í búðir. Þessi heitir því dramatíska nafni, Veiði, von og væntingar. Fyrsta bókin hét Af flugum, löxum og mönnum. Í fyrra kom út Sá stóri, sá missti og sá landaði.

Eins og með fyrri bækur Haugsins er það Drápa sem gefur út og þar heldur um stjórnartaumana veiðitvíburinn Ásmundur Helgason. Sporðaköst spurðu hann um hvað þessi bók væri. „Siggi fer yfir veiðitækni,andstreymisveiði, kasta undir horni, losað úr fiski, fiski landað svo eitthvað sé nefnt. Hann sýnir meira en fimmtíu flugur sem hver heiðvirður laxveiðimaður og hver laxveiðikona þarf að kunna skil á og auðvitað fylgja dæmisögur, veiðisögur og ýkjusögur,“ sagði Ási.

Kápan er í sama stíl og fyrri bækur. Einföld og …
Kápan er í sama stíl og fyrri bækur. Einföld og stílhrein. Ljósmynd/Drápa

Sigurður Héðinn segist hafa mjög gaman af þessum ritstörfum, en hann hefur verið viðloðandi stangaveiði áratugum saman, sem leiðsögumaður, fluguhönnuður og hnýtari og nú hin síðari ár einnig sem rithöfundur og verslunarrekandi.

Þessar fyrri tvær bækur hafa sem sagt gengið mjög vel?

Ja. Alla vega þannig að það þótti ástæða til að koma með nýja og svo er þetta svo gaman,“ svaraði Sigurður Héðinn.

Bókin er væntanleg í verslanir þegar líður á nóvember.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert