Aðeins fjórar rjúpur á hvern veiðimann

Rjúpnaveiðimenn eru hvattir til að sýna mikla hófsemi í veiðum …
Rjúpnaveiðimenn eru hvattir til að sýna mikla hófsemi í veiðum í ár. Samkvæmt mati Náttúrufræðistofnunar er veiðiþol stofnsins ekki nema 20 þúsund fuglar. Það gerir um fjórar rjúpur á veiðimann. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Samkvæmt mati Náttúrufræðistofnunar Íslands er veiðistofn rjúpu haustið 2021, 248 þúsund fuglar. Veiðiþolið er metið 20 þúsund fuglar, eða 9% af veiðistofni. Stofnunin hefur kynnt Umhverfisstofnun þessa niðurstöðu.

Veiðistofninn var á sama tíma í fyrra metinn 280 þúsund fuglar og lagði Náttúrufræðistofnun þá til að heildarveiði yrði ekki meiri en 25 þúsund fuglar.

Breytingin sem varð milli áranna 2019 og 2020 var allt að því dramatísk. Náttúrufræðistofnun mat veiðistofn haustið 2019 upp á 820 þúsund fugla og taldi veiði ekki mega verða meiri en 72 þúsund rjúpur.

Fyrsti dagur veiðitímans er samkvæmt reglugerð Umhverfis- og auðlindaráðuneytis, mánudagurinn …
Fyrsti dagur veiðitímans er samkvæmt reglugerð Umhverfis- og auðlindaráðuneytis, mánudagurinn 1. nóvember. mbl.is/Kristinn Magnússon

Viðkomubrestur varð hjá rjúpu sumarið 2020 um allt norðanvert landið og er hann rakinn til hrakviðris sem varð um miðjan júlí og gætti frá Strandasýslu í vestri og austur um landið til Norður Þingeyjarsýslu. 

Stofn rjúpu hefur vart mælst minni en nú í haust. Að því gefnu eru veiðimenn hvattir til að sýna mikla hófsemi og veiða helst ekki nema fjórar rjúpur á mann. Sú ráðgjöf var fimm fuglar í fyrra.

Umhverfisstofnun tekur ákvörðun um fyrirkomulag veiða á rjúpu, en nú er í gildi reglugerð sem sett var af Umhverfis- og auðlindaráðherra haustið 2019, þar sem ákveðið var að veiðitími yrði 22 dagar í þrjú ár. Þetta haust er síðasta árið sem reglugerðin tekur til og má því fastlega reikna með að veiðitíminn hefjist 1. nóvember og verði með sama sniði og síðustu tvö ár. Veiði hefur verið leyfð alla daga í nóvember að undanskyldum miðvikudögum og fimmtudögum. Samkvæmt þessu er fyrsti veiðidagur á rjúpu mánudagurinn 1. nóvember og sá síðasti þriðjudagurinn 30. nóvember, eða samtals 22 dagar.

Áfram er í gildi sölubann á rjúpu og rjúpnaafurðum og aldrei frekar en nú eru veiðimenn hvattir til hófsemi og veiða eingöngu fyrir eigin þarfir.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert