Óttast veiðibann á rjúpu

Rjúpnaveiði á að hefjast 1. nóvember, samkvæmt núgildandi reglugerð. Umhverfisráðuneytið …
Rjúpnaveiði á að hefjast 1. nóvember, samkvæmt núgildandi reglugerð. Umhverfisráðuneytið hefur óskað eftir nýjum tillögum frá Umhverfisstofnun, þegar fimm dagar eru í að veiði hefjist. mbl.is/Golli

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið hefur ekki enn gefið út hvernig fyrirkomulag verður á rjúpnaveiðum þetta haustið, þó að einungis séu fimm dagar þar til veiðitímabilið hefst samkvæmt núgildandi reglugerð. Nú virðast kúvendingar eiga sér stað í málinu og hefur SKOTVÍS sent frá sér fréttatilkynningu, rétt í þessu. Birtist hún hér óstytt.

„Umhverfis- og auðlindaráðuneytið hefur upplýst SKOTVÍS um erindi sent Umhverfisstofnun þar sem óskað er eftir „frekari tillögum frá Umhverfisstofnun vegna ástands rjúpnastofnsins fyrir komandi veiðitímabil“ eins og það er orðað.

Náttúrufræðistofnun mat veiðiþol rjúpnastofnsins í haust og byggði veiðiráðgjöf sína á því mati. Varpstofn rjúpu sveiflast í stærð með reglubundnum hætti og er nú í lægð sem er næstum því jafnmikil og árin 2002-2003. Stofnvísitalan í vor mældist 57 en var 54 og 52 fyrir friðun. Þessar sveiflur eiga sér toppa og botna á 5-8 ára fresti og koma ekki á óvart. Það getur varla talist góð stjórnsýsla, að ráðuneyti biðji undirstofnanir sínar um „frekari tillögur“ þar til fram kemur tillaga sem hugnast ráðherra og þjónkar frekar pólitískum tilgangi en einhverju öðru.

SKOTVÍS hefur til margra ára talað fyrir því að veiðistjórnun byggi alfarið á vísindalegum grunni, og fylgi stefnu sem á ensku kallast „Adaptive harvest management“ og mætti þýða sem sveigjanlegri afraksturs stjórnun. Sú hverfist um sjálfbærni. Ef veiðar eru sjálfbærar er eðlilegt að nýta stofninn.

Á sama hátt er það ekki stefna SKOTVÍS að stunda eða mæla fyrir ósjálfbærum veiðum.

Stærsta breytingin á veiðistjórnun rjúpu var þegar sett var á sölubann í kjölfar veiðibanns ásamt því að fækka leyfilegum veiðidögum úr 69 í 22 og friðun svæða. Samhliða var farið í stóraukið átak um hóflega veiði. Þessar aðgerðir skiluðu samdrátt í veiði um 50-60%. Nú er veitt um 7-12% af veiðistofni rjúpu árlega, í samanburði við hátt í 30% þegar mest var.

Áreiðanleg gögn veiðikortakerfisins, sem SKOTVÍS hafði forgöngu um að komið var á fyrir aldarfjórðungi, sýna okkur að fjöldi leyfðra veiðidaga skiptir ekki máli.

Þeir Íslendingar sem veiða rjúpu ganga flestir rúma 3 daga til rjúpna og langflestir gæta hófs í veiðum sínum. Það væri mikil afturför ef horfið verður frá skynsamlegri veiðistjórnun byggðri á vísindalegum grunni, að pólítísku tilfinningabundnu mati.

Það yrðu kaldar kveðjur á afmælisári veiðikortakerfisins sem hefur skilað yfir 200 milljónum í rjúpnarannsóknir og til ábyrgra veiðimanna sem hafa hlýtt kallinu um hóflegar veiðar.“

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert