Sami fjöldi veiðidaga en dagar styttir

Rjúpnaskyttur mega fara af stað á mánudag en verða að …
Rjúpnaskyttur mega fara af stað á mánudag en verða að halda í sér til hádegis. Einungis verður leyfð síðdegisveiði í nóvember. Dagafjöldi er sá sami. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, tilkynnti fyrir nokkrum mínútum ákvörðun sína um fyrirkomulag rjúpnaveiða. Breytingin er sú að hver veiðidagur verður styttur og mega veiðar hefjast á hádegi og standa fram í myrkur. 

Guðmundur Ingi greindi frá þessu í Speglinum á RÚV. Á ráðherra var að skilja að sami dagafjöldi verði í boði, eins og reglugerð frá 2019 hljóðar upp á. Veiði hefst því á hádegi á mánudag og stendur út nóvember, þó er veiði bönnuð á miðvikudögum og fimmtudögum.

Ráðherra hefur miklar áhyggjur af því að veiðimenn veiði umfram ráðgjöf, sem er tuttugu þúsund rjúpur. Veiðimenn eru hvattir til að sýna hófsemi í ljósi þess að rjúpnastofninn er í lágmarki.

Uppfært

Eftir að ráðherra hafði gefið upp afstöðu sína og þar með fyrirkomulag veiða í ár, náðu Sporðaköst tali af formanni SKOTVÍS og hann var spurður hvernig honum litist á þessa niðurstöðu.

„Mér líst mjög vel á hana, þetta raskar minnst plönum þeirra skotveiðimanna sem hafa skipulagt haustið og verður áhugaverð breyta inn í stjórnunar- og verndaráætlun rjúpunnar sem er í gangi núna,“ sagði Áki Ármann Jónsson formaður SKOTVÍS.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert