Sami fjöldi veiðidaga en dagar styttir

Rjúpnaskyttur mega fara af stað á mánudag en verða að …
Rjúpnaskyttur mega fara af stað á mánudag en verða að halda í sér til hádegis. Einungis verður leyfð síðdegisveiði í nóvember. Dagafjöldi er sá sami. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, tilkynnti fyrir nokkrum mínútum ákvörðun sína um fyrirkomulag rjúpnaveiða. Breytingin er sú að hver veiðidagur verður styttur og mega veiðar hefjast á hádegi og standa fram í myrkur. 

Guðmundur Ingi greindi frá þessu í Speglinum á RÚV. Á ráðherra var að skilja að sami dagafjöldi verði í boði, eins og reglugerð frá 2019 hljóðar upp á. Veiði hefst því á hádegi á mánudag og stendur út nóvember, þó er veiði bönnuð á miðvikudögum og fimmtudögum.

Ráðherra hefur miklar áhyggjur af því að veiðimenn veiði umfram ráðgjöf, sem er tuttugu þúsund rjúpur. Veiðimenn eru hvattir til að sýna hófsemi í ljósi þess að rjúpnastofninn er í lágmarki.

Uppfært

Eftir að ráðherra hafði gefið upp afstöðu sína og þar með fyrirkomulag veiða í ár, náðu Sporðaköst tali af formanni SKOTVÍS og hann var spurður hvernig honum litist á þessa niðurstöðu.

„Mér líst mjög vel á hana, þetta raskar minnst plönum þeirra skotveiðimanna sem hafa skipulagt haustið og verður áhugaverð breyta inn í stjórnunar- og verndaráætlun rjúpunnar sem er í gangi núna,“ sagði Áki Ármann Jónsson formaður SKOTVÍS.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
100 cm Fossá Guðbjörn Gunnarsson 1. október 1.10.
101 cm Víðidalsá Nils Folmer Jörgensen 26. september 26.9.
104 cm Laxá í Dölum Sigurður Smárason 25. september 25.9.
100 cm Miðfjarðará Róbert G. Grímsson 24. september 24.9.
104 cm Stóra Laxá Rúnar Gauti Guðjónsson 23. september 23.9.
102 cm Víðidalsá/Fitjá Nils Folmer Jörgensen 19. september 19.9.
100 cm Eystri-Rangá Hannes Gústafsson 14. september 14.9.

Skoða meira