Umhverfisvæn skot lykill að framtíðinni

Umhverfisvænu skotin frá Bioammo henta vel á rjúpu og jafnvel …
Umhverfisvænu skotin frá Bioammo henta vel á rjúpu og jafnvel önd, eins og Silli kokkur hefur sannreynt, samanber meðfylgjandi mynd. Skot sem munu henta fyrir gæs eru í þróun. Ljósmynd/Silli kokkur

Það er sótt að skotveiði víða í heiminum. Víða er verið að herða reglur um veiðar, bæði út frá umhverfissjónarmiðum og einnig almenningsáliti. Sem dæmi má nefna að í Danmörku hefur blý verið bannað í haglaskotum. Allt bendir til þess að blý verði bannað í skotum í allri Evrópu á næstu árum. Við þessari þróun þarf svar og víða er verið að hanna umhverfisvæn skot og skothylki. Þar hefur fyrirtækið Bioammo á Spáni tekið ákveðna forystu.

„Eftir tíu ára rannsóknir og þróun hefur spænska fyrirtækið BioAmmo skráð einkaleyfi á framleiðslu nýrra, umhverfisvænna haglaskota sem nú eru komin á markað og hafa vakið mikla athygli um allan hinn vestræna skotveiðiheim síðustu misserin.

Skothylki og forhlöð í venjulegum haglaskotum eru úr plasti. Í stað plasts eru skothylki og forhlöð Bioammo skotanna framleidd úr efnum, unnum úr jurtaríkinu sem brotna niður í náttúrunni á tveimur til þremur árum. Niðurbrotið er hreint og lyktarlaust þar sem skothylkin og forhlöð eyðast fyrir tilstuðlan náttúrulegra örvera, sveppa og þörunga og breytast í hreinan, lífrænan úrgang.

Hefðbundin haglaskot, framleidd úr plasti brotna niður á um 450 árum,“ segir í fréttatilkynningu sem Veiðihornið sendi nýverið frá sér um þessi nýju skot. Veiðihornið er dreifingaraðili fyrir Bioammo á Íslandi.

Bioammo skotin eru bæði með blý- og stálhögglum.
Bioammo skotin eru bæði með blý- og stálhögglum. Ljósmynd/Silli kokkur

Sporðaköst hafa rætt við marga skotveiðimenn um ný og umhverfisvæn skot sem blasir við að menn verði að taka upp fyrr en síðar. Almennt viðhorf er að menn eru hikandi en þó til í að prófa. Áki Ármann Jónsson, formaður SKOTVÍS segir þessa þróun ánægjulega og skref í rétta átt. Hann er handviss um að umhverfisvæn skot eru eitt af lykilatriðum að skotveiðar verði stundaðar áfram.

„Ég hef kynnst þessum skotum og átt samtöl við forsvarsmenn Bioammo. Peter frá Bioammo kom til Íslands í febrúar 2020 og við héldum fræðslufund. Snilldin er að skothylkið og forhlaðið leysast upp á tveimur árum í náttúrunni. Þau eru sem sagt „compostable“ þannig að þú getur hent þeim í safnhauginn og ekki þarf að endurvinna þau með tilheyrandi orkusóun. Helsta vandamálið hjá Bioammo er að anna eftirspurn, því hún er gríðarleg. Veiðimenn eru umhverfisverndarsinnar í eðli sínu og vilja ganga sem best um náttúruna. Ég hef prófað að skjóta þessum skotum og ætla að taka einn pakka frá þeim með mér á rjúpu og vonandi sé ég einhverja rjúpu,“ sagði Áki í samtali við Sporðaköst.

Sem stendur framleiðir Bioammo skot með 34 og 36 gramma hleðslu sem geta nýst til rjúpnaveiða og jafnvel á önd. Þróun á skotum sem henta til gæsaveiða stendur yfir og vonast fyrirtækið til að geta boðið þau fljótlega.

Fulltrúar Sporðakasta munu prufa þessi nýju skot þegar rjúpnavertíðin hefst. Gefin verður skýrsla um þá tilraun síðar.

Bioammo fengu í ár nýsköpunarverðlaun í Evrópu.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
100 cm Fossá Guðbjörn Gunnarsson 1. október 1.10.
101 cm Víðidalsá Nils Folmer Jörgensen 26. september 26.9.
104 cm Laxá í Dölum Sigurður Smárason 25. september 25.9.
100 cm Miðfjarðará Róbert G. Grímsson 24. september 24.9.
104 cm Stóra Laxá Rúnar Gauti Guðjónsson 23. september 23.9.
102 cm Víðidalsá/Fitjá Nils Folmer Jörgensen 19. september 19.9.
100 cm Eystri-Rangá Hannes Gústafsson 14. september 14.9.

Skoða meira