Haugurinn býður upp á Nördakvöld

Sigurður Héðinn, eða Haugurinn stendur fyrir hnýtingakvöldum fyrir vana hnýtara …
Sigurður Héðinn, eða Haugurinn stendur fyrir hnýtingakvöldum fyrir vana hnýtara í vetur. Kvöldin ganga undir nafninu Nördakvöld. Ljósmynd/Nils Folmer Jörgensen

Fluguhnýtarinn og hönnuðurinn Sigurður Héðinn ætlar að efna til fluguhnýtingakvölda í vetur. Um er að ræða kvöld fyrir lengra komna enda kallast þau Nördakvöld Haugsins. Haldin verða sextán slík kvöld og hefur dagskráin þegar verið opinberuð fram til loka marsmánaðar á næsta ári.

„Nördakvöld Haugsins byggjast á því að þá hittast þeir sem vilja vera eða verða fluguhnýtinganördar. Markmiðið er fyrst og fremst að hafa gaman og læra hver af öðrum. Hugmyndin er að það verði þjóðþekktir hnýtarar sem sjá um hvert skipti. Kvöldin verða með mismunandi þemum og eina skilyrðið er að menn kunni að hnýta. Með öðrum orðum: þetta er ekki kennsla, þetta er fyrir þá sem kunna nú þegar eitthvað fyrir sér í hnýtingum.

Hvert kvöld verður tveir til tveir og hálfur klukkutími. Hnýttar verða fimm laxflugur eða tíu silungaflugur á hverju nördakvöldi. Það eina sem menn þurfa að koma með með sér eru hnýtingavæs og áhöld. Verðið fyrir kvöldið er 6.500 kr. á manninn og eru öll efni sem notuð eru það kvöld innfalin í verðinu,“ sagði Haugurinn í samtali við Sporðaköst.

Flugan Haugur sem kennd er við skapara sinn. Afar veiðin …
Flugan Haugur sem kennd er við skapara sinn. Afar veiðin fluga og til í mörgum útfærslum. Ljósmynd/Haugurinn

Það er mikil vakning í hnýtingum og ekki síst meðal yngri veiðimanna.

Það þarf að panta fyrirfram því takmarkaður sætafjöldi er í boði. Níu hnýtarar ásamt gestgjafa geta verið hverju sinni. Nördakvöldin verða haldin á Rauðarárstíg 1 og standa frá 19.30 til 22.00.

Skráning fer fram hjá Sigga í Haugur Workshop á Rauðarárstíg 1, með netfanginu siggi@haugur.is eða í síma 834-4434.

Dagskrá nördakvöldanna lítur svona út:

17. nóvember. Flugur ársins verða hnýttar, það er að segja púpur með gúmmílappir (e. rubberleg), gestgjafi kvöldsins er Sigþór Ólafs.

24. nóvember. Haldið verður áfram að taka tískuflugurnar, sem er í þetta skiptið Frances á JIG-krók. Jón Stefán Hannesson verður gestgjafi kvöldsins.

1. desember. Haugurinn verður hnýttur á gullkrók og verður Sigurður Héðinn gestgjafi.

8. desember. Farið á vit Laxárdalsins og hnýttir Caddisar og gestgjafar kvöldsins eru hinir landskunnu Caddisbræður.

15. desember. Skáskornir Skuggar verða hnýttir og gestgjafinn er Sigurður Héðinn.

12. janúar. Einhverjar af fjölmörgum flugum Hilmars Hanssonar verða hnýttar og verður hann gestgjafi kvöldsins.

19. janúar. Einkrækjur verða þema kvöldsins og þá sérstaklega gárueinkrækjur. Gestgjafi kvöldsins verður Sigurður Héðinn.

26. janúar. Aftur verður tekið til við að hnýta púpur með gúmmílappir og verður gestgjafi kvöldsins Jón Stefán Hannesson.

2. febrúar. Nú verður farið í að hnýta „foamflugur“ og gestgjafi kvöldsins er Sigþór Ólafsson.

9. febrúar. Ein af nýjustu flugunum á markaðinum, Garpur, verður fyrir valinu og mun Sigurður Héðinn stýra kvöldinu.

16. febrúar. Haldið verður í ferðalag með Hilmari Hanssyni og mun hann kokka eitthvað spennandi upp þetta kvöld.

23. febrúar. Hér verður Galdralöppin tekin undir leiðsögn Jóns Aðalsteins sem er hönnuður Galdralapparinnar.

2. mars. Nú verður farið í að hnýta AHK eða Bismóa og mun Skúli Kristinsson leiða kvöldið.

9. mars. Haldið verður áfram með Laxárdalinn og í þetta skipti verða hnýttar þurrflugur í boði Caddisbræðra.

16. mars. Nú styttist í vertíðina og verður farið í að hnýta sjóbirtingsnammi. Verða Black Ghost eða Olive Ghost teknar fyrir og verður Jón Stefán Hannesson gestgjafi kvöldsins.

23. mars. Síðasta Nördakvöld vetrarins. Farið verður í frjálst þema og mun Sigurður Héðinn leiða vinnuna.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
100 cm Fossá Guðbjörn Gunnarsson 1. október 1.10.
101 cm Víðidalsá Nils Folmer Jörgensen 26. september 26.9.
104 cm Laxá í Dölum Sigurður Smárason 25. september 25.9.
100 cm Miðfjarðará Róbert G. Grímsson 24. september 24.9.
104 cm Stóra Laxá Rúnar Gauti Guðjónsson 23. september 23.9.
102 cm Víðidalsá/Fitjá Nils Folmer Jörgensen 19. september 19.9.
100 cm Eystri-Rangá Hannes Gústafsson 14. september 14.9.

Skoða meira