Benderinn orðinn „síðasti Móhíkaninn“

Jógvan Hansen með nýgenginn smálax sem hann fékk í Leirvogsá …
Jógvan Hansen með nýgenginn smálax sem hann fékk í Leirvogsá í sumar. Gunnar Bender er býsna kátur með stöðuna. Ljósmynd/María Gunnarsdóttir

Gunnar Bender, ritstjóri Sportveiðiblaðsins, er að vinna að nýrri veiðiþáttaseríu fyrir sjónvarpsstöðina Hringbraut. Stefnt er því að því þættirnir fari í loftið í febrúarlok. Serían ber heitið Veiðin með Gunnari Bender og eru spennandi gestir og veiðistaðir í þessari seríu.

Össur Skarphéðinsson og Nils Folmer kíkja á urriða í Þingvallavatni. …
Össur Skarphéðinsson og Nils Folmer kíkja á urriða í Þingvallavatni. Þar eru þeir báðir á heimavelli. Ljósmynd/María Gunnarsdóttir

„Við hófum að mynda strax í byrjun sumars og fyrsti staðurinn var Þjórsá, það tók nákvæmlega eina mínútu að fá fyrsta laxinn í ausandi rigningu, en þetta byrjaði flott,“ sagði Gunnar Bender í samtali við Sporðaköst. Hann hélt áfram. „Það verður farið víða.“

Urriðaveiðin á Þingvöllum verður tekin fyrir og þar mæta þeir Össur Skarphéðinsson og Nils Folmer. Fleiri fyrrverandi stjórnmálamenn verða á skjánum en Benderinn fylgdist með Guðna Ágústssyni við opnun Norðurár í vor. 

Þjórsá í byrjun veiðitíma. Fyrsti laxinn lét ekki bíða eftir …
Þjórsá í byrjun veiðitíma. Fyrsti laxinn lét ekki bíða eftir sér. Tók eina mínútu upplýsir Benderinn. Ljósmynd/María Gunnarsdóttir

„Hann fór á kostum í veiðinni. Við áttum skemmtilegar stundir við Leirvogsá. Mynduðum hörkubleikjuveiði í Miðá í Dölum, sem Stangaveiðifélag Reykjavíkur var að taka á leigu fyrir fáum dögum. Gljúfurá var heimsótt og tekin staðan þar.“

Fyrirtækið Hafdal annaðist upptökur á efni fyrir þættina.

Gunnar og hans menn eru enn að mynda en til stendur að taka upp þátt um dorgveiði í vetur. Hann tekur þó skýrt fram að það snúist um að ísinn verði vel mannheldur. 

„Það voru ekki margir að þvælast fyrir okkur í sumar að mynda, enda er maður orðinn síðasti Móhíkaninn í þessu,“ sagði Gunnar Bender og hló sínum þjóðþekkta hlátri.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert