Benderinn orðinn „síðasti Móhíkaninn“

Jógvan Hansen með nýgenginn smálax sem hann fékk í Leirvogsá …
Jógvan Hansen með nýgenginn smálax sem hann fékk í Leirvogsá í sumar. Gunnar Bender er býsna kátur með stöðuna. Ljósmynd/María Gunnarsdóttir

Gunnar Bender, ritstjóri Sportveiðiblaðsins, er að vinna að nýrri veiðiþáttaseríu fyrir sjónvarpsstöðina Hringbraut. Stefnt er því að því þættirnir fari í loftið í febrúarlok. Serían ber heitið Veiðin með Gunnari Bender og eru spennandi gestir og veiðistaðir í þessari seríu.

Össur Skarphéðinsson og Nils Folmer kíkja á urriða í Þingvallavatni. …
Össur Skarphéðinsson og Nils Folmer kíkja á urriða í Þingvallavatni. Þar eru þeir báðir á heimavelli. Ljósmynd/María Gunnarsdóttir

„Við hófum að mynda strax í byrjun sumars og fyrsti staðurinn var Þjórsá, það tók nákvæmlega eina mínútu að fá fyrsta laxinn í ausandi rigningu, en þetta byrjaði flott,“ sagði Gunnar Bender í samtali við Sporðaköst. Hann hélt áfram. „Það verður farið víða.“

Urriðaveiðin á Þingvöllum verður tekin fyrir og þar mæta þeir Össur Skarphéðinsson og Nils Folmer. Fleiri fyrrverandi stjórnmálamenn verða á skjánum en Benderinn fylgdist með Guðna Ágústssyni við opnun Norðurár í vor. 

Þjórsá í byrjun veiðitíma. Fyrsti laxinn lét ekki bíða eftir …
Þjórsá í byrjun veiðitíma. Fyrsti laxinn lét ekki bíða eftir sér. Tók eina mínútu upplýsir Benderinn. Ljósmynd/María Gunnarsdóttir

„Hann fór á kostum í veiðinni. Við áttum skemmtilegar stundir við Leirvogsá. Mynduðum hörkubleikjuveiði í Miðá í Dölum, sem Stangaveiðifélag Reykjavíkur var að taka á leigu fyrir fáum dögum. Gljúfurá var heimsótt og tekin staðan þar.“

Fyrirtækið Hafdal annaðist upptökur á efni fyrir þættina.

Gunnar og hans menn eru enn að mynda en til stendur að taka upp þátt um dorgveiði í vetur. Hann tekur þó skýrt fram að það snúist um að ísinn verði vel mannheldur. 

„Það voru ekki margir að þvælast fyrir okkur í sumar að mynda, enda er maður orðinn síðasti Móhíkaninn í þessu,“ sagði Gunnar Bender og hló sínum þjóðþekkta hlátri.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
100 cm Fossá Guðbjörn Gunnarsson 1. október 1.10.
101 cm Víðidalsá Nils Folmer Jörgensen 26. september 26.9.
104 cm Laxá í Dölum Sigurður Smárason 25. september 25.9.
100 cm Miðfjarðará Róbert G. Grímsson 24. september 24.9.
104 cm Stóra Laxá Rúnar Gauti Guðjónsson 23. september 23.9.
102 cm Víðidalsá/Fitjá Nils Folmer Jörgensen 19. september 19.9.
100 cm Eystri-Rangá Hannes Gústafsson 14. september 14.9.

Skoða meira