Fjölmargir samfögnuðu með Haugnum

Virðulegur með Veiði, von og væntingar. Sigurður Héðinn áritaði þriðju …
Virðulegur með Veiði, von og væntingar. Sigurður Héðinn áritaði þriðju bók sína nú síðdegis í útgáfuhófi. Ljósmynd/ES

Það var sannkölluðu veiðistemming á útgáfuhófi Haugsins í versluninni Veiðiflugum nú síðdegis. Sigurður Héðinn og útgáfufyrirtækið Drápa buðu til hófsins í tilefni af því að nýja bók Sigurðar Héðins er kominn í verslanir. Þetta er bókin Veiði, von og væntingar.

Höfundur áritaði bókina fyrir fyrstu kaupendur og fjölmargir veiðimenn og konur lögðu leið sína á Langholtsveginn til að samfagna með Sigurði.

Reiða öndin, eða Þorbjörn Helgi færði Sigurði Héðni forláta fluguveski með flugum eftir nokkra af gömlu meisturunum. Þar mátti meðal annars sjá flugu sem Kristján Gíslason hafði sjálfur hnýtt og aðra eftir Rafn Hafnfjörð og Analíus Hagvaag. Þetta gladdi hnýtarann og rithöfundinn ákaflega og kallaði hann veskið dýrgrip.

Reiða öndin, eða Þorbjörn Helgi afhendir Sigurði Héðni sannkallaðan dýrgrip. …
Reiða öndin, eða Þorbjörn Helgi afhendir Sigurði Héðni sannkallaðan dýrgrip. Flugur eftir gömlu meistarana. Ljósmynd/ES

Margir af veiðifélögum Haugsins settu upp sparigrímuna og mættu á staðinn. Þar mátti meðal annars sjá veiðitvíburana, Gunna og Ása. Nýráðinn viðburðarstjóra SVFR, mótorhjólatöffarann úr Ófærð, Atla Bergmann og son. Rithöfundinn Jón G. Baldvinsson, Odd Hjaltason og fleiri og fleiri. Þetta er fjórða veiðibókin sem staðfest er að kemur út fyrir þessi jól. Aðrar eru Gengið til rjúpna, Dagbók urriða, Norðurá enn fegurst áa. Gestum varð að orði að helst þyrftu menn að lesa allar þessar bækur þegar framundan væri lítið annað en biðtími eftir næsta veiðitímabili.

Fjölmargir lögðu leið sína á Langholtsveginn til Sigurðar Héðins vegna …
Fjölmargir lögðu leið sína á Langholtsveginn til Sigurðar Héðins vegna nýju bókarinnar. Ljósmynd/ES

Í formála bókarinnar segir Sigurður Héðinn. „Þessa bók ætla ég að tileinka hinu dásamlega veiðimannalífi og ekki síður villta laxinum okkar. Ég vona svo innilega að við berum gæfu til að rétta hlut hans og að hann öðlist þá virðingu sem hann á skilið.“

Drjúgur hluti bókarinnar, sem er sú þriðja í röðinni hjá Haugnum fer í uppskriftir af flugum. Bæði klassískum flugum og einnig minna þekktum. Uppskriftir fylgja hverri flugu og skýringamyndir.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert