Meirihluti veiðimanna fékk í jólamatinn

Baldur Guðmundsson efndi til skoðanakönnunar meðal skotveiðimanna. Þar sem spurningin …
Baldur Guðmundsson efndi til skoðanakönnunar meðal skotveiðimanna. Þar sem spurningin var; Hvernig gekk á rjúpnavertíðinni. Yfir þúsund manns hafa tekið þátt. Hér er Baldur með rjúpu fyrsta dag veiðitímans. Ljósmynd/BG

Samkvæmt óformlegri skoðanakönnun meðal veiðimanna er ljóst að mikill meirihluti þeirra sem gekk til rjúpna náði þeirri veiði sem að var stefnt. Baldur Guðmundsson skotveiðimaður setti þessa könnun inn á facebookhópinn Skotveiðispjallið og hafa yfir þúsund manns tekið þátt.

Boðið er upp á þrjá svarmöguleika. Í fyrsta lagi: Náði því sem ég ætlaði. Við þann möguleika hafa 418 veiðimenn hakað. Aðeins færri, eða 387 völdu möguleikann: Fór ekki til rjúpna. Þriðji og síðasti möguleikinn var svarið: Fór en náði ekki því sem ég ætlaði. 261 velur þann möguleika. Af tæplega sjö hundruð veiðimönnum sem svara og hafa gengið til rjúpna á veiðitímabilinu er umtalsverður meirihluti sem hefur náð því að veiða í jólamatinn eða eins og þeir töldu sig þurfa. 

Um fjörutíu prósent af veiðimönnum sem svara gengu ekki til rjúpna. Annað hvort hafa ekki komist þegar veður hentaði eða aðrar ástæður kunna að hafa komið í veg fyrir veiðar.

Síðasti dagur veiðitímans var í gær og hafði þá mátt veiða rjúpu í 22 daga í nóvember en þó með þeirri nýbreitni að einungis mátti veiða síðari hluta dags, eða frá því klukkan tólf á hádegi.

Erfið tíð í nóvember gerði það að verkum að fjölmargir veiðidagar duttu út. Mjög skiptar skoðanir eru meðal veiðimanna hversu mikið var af fugli. Margir töluðu um að staðan hefði verið svipuð og í fyrra, jafnvel meira af fugli. Aðrir töldu sig hafa séð minna. Veðrátta eins og einkenndi nóvember dreifir og tvístrar fuglinum og kann það að hafa áhrif. Segja má að stærsta verndaráætlunin gagnvart rjúpunni sé að hafa veiðitímann í nóvember þar sem hér áður fyrr þegar veiðitími var frá 15. október til 22. desember var besta veiðin í október og desember.

Baldur Guðmundsson höfundur kannaninnar var ánægður með þátttökuna og benti á að hátt í tveir þriðju veiðimanna sem gengu til rjúpna náðu sínu, þrátt fyrir bölmóð yfir veiðidagar væru styttir.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
100 cm Fossá Guðbjörn Gunnarsson 1. október 1.10.
101 cm Víðidalsá Nils Folmer Jörgensen 26. september 26.9.
104 cm Laxá í Dölum Sigurður Smárason 25. september 25.9.
100 cm Miðfjarðará Róbert G. Grímsson 24. september 24.9.
104 cm Stóra Laxá Rúnar Gauti Guðjónsson 23. september 23.9.
102 cm Víðidalsá/Fitjá Nils Folmer Jörgensen 19. september 19.9.
100 cm Eystri-Rangá Hannes Gústafsson 14. september 14.9.

Skoða meira