Stórlaxinn í Úlfsfossi og Pétur kveður

Ein af rómuðustu laxveiðiánum okkar hér á Íslandi er Vatnsdalsá. Mikið fljót og svæðið allt ríkt af sögu. Þegar heimildamyndin Síðustu sporðaköstin var tekin upp í fyrrasumar var einn af viðkomustöðunum Vatnsdalur.

Þetta var á töluverðum tímamótum í veiðisögu Vatnsdælinga. Pétur Pétursson sem hefur verið samofin veiðinni í dalnum var að kveðja og afhenda arftaka sínum keflið. Það var því töluverð pressa á Birni K. Rúnarssyni, eða Bjössa í Vatnsdal að setja í lax fyrir myndavélarnar.

Bjössi var ekki lengi til svars þegar hann var spurður hvert hann vildi fara. „Við förum í Álkuna. Upp í Úlfsfoss,“ var svarið.

Með fimm myndavélar að vopni var haldið í hliðará Vatnsdalsár. Bjössi var fullur sjálfstrausts í það minnsta á yfirborðinu. Og við héldum upp í Úlfsfoss. Afraksturinn og kveðjustundina með Pétri má sjá í myndskeiðinu sem fylgir fréttinni. Steingrímur Jón Þórðarson sá um kvikmyndatöku og klippingu. Þetta er myndskeið er hluti úr heimildamyndinni Síðustu sporðaköstin, sem er aðgengileg í fullri lengd, á efnisveitum Símans og Sýnar. 

Njótið sumarsins og veðurblíðunnar sem einkennir þetta myndbrot, á þessum stystu dögum ársins.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert