Sjáðu „bomberana“ trylla laxinn

Einhver magnaðasta veiðiaðferð í laxi er sýna honum bombera. Það eru stórar þurrflugur sem skauta í yfirborðinu. Leiðsögumaðurinn Gary Champion fór með veiðimenn upp í Austurá í Miðfirði í fyrrasumar og kynnti þá fyrir þessari veiðiaðferð.

Við höldum áfram að fylgjast með Netflix stjörnunum úr The Vikings. Og nú bætist Ragga Ragnars í hópinn en hún lék Gunnhildi drottningu í þáttunum, við góðan orðstír. Hún reynir hér að ná í sinn fyrsta lax með Gary og Peter Franzen sem lék Harald hárfagra í þáttaröðinni.

Það er skemmst frá því að segja að það varð allt vitlaust í hylnum þegar bomberarnir komu út í og það við aðstæður þegar nánast engin taka var í ánni. 

Sem fyrr var það Steingrímur Jón Þórðarson sem sá um klippingu en Friðrik Þór Halldórsson annaðist kvikmyndatöku.

Myndbrotið er út heimildamyndinni Síðustu sporðaköstin sem tekin var upp í fyrrasumar og er aðgengileg í heild sinni á efnisveitum Símans og Sýnar.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert